Fótbolti

Íslensku stelpurnar í riðli með Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir.
Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Danmörku í undankeppni HM kvenna 2015 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss í dag.

Íslenska liðið var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum en Sviss, Serbía, Ísrael og Malta eru einnig í riðli íslenska liðsins.

Íslenska landsliðið slapp við mjög sterkar þjóðir eins og Þýskaland, Frakkland, Ebngland og Svíþjóð en danska liðið var veikasta liðið í fyrsta styrkleikaflokki samkvæmt uppröðun UEFA.

Danska landsliðið er í 13. sæti á Styrkleikalista FIFA eða aðeins tveimur sætum fyrir ofan Ísland. Sviss er í 25. sæti, Serbía er í 43. sæti, Ísrael er í 61. sæti og Malta er í 98. sæti.

Danir komust í úrslitakeppni EM eins og Ísland en danska liðið er þar í riðli með Svíum, Ítölum og Finnum. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi á EM í Svíþjóð í sumar.

Danmörk var síðast með á HM í Kína 2007 en liðið komst ekki áfram eftir undankeppni HM 2011 sem fram fór í Þýskalandi.

Íslensku stelpurnar eru í sumar á leiðinni á annað Evrópumótið í röð en Ísland hefur aldrei átt A-landslið í úrslitakeppni HM.

Sigurvegarar riðlanna sjö fara í úrslitakeppnina.  Fjögur lið, með bestan árangur í öðru sæti, fara svo í umspilsleiki þar sem leikið er um áttunda sætið sem Evrópu er úthlutað í keppninni.  Að þessu sinni verða 24 þjóðir í úrslitakeppninni í Kanada og komast átta Evrópuþjóðir í úrslitakeppnina í stað fimm áður.



Riðlarnir í undankeppni HM kvenna 2015:

1. riðill

Þýskaland

Rússland

Írland

Slóvakía

Slóvenía

Króatía



2. riðill

Ítalía

Spánn

Tékkland

Rúmenía

Eistland

Makedónía



3. riðill

Danmörk

Ísland

Sviss

Serbía

Ísrael

Malta



4. riðill

Svíþjóð

Skotland

Pólland

Norður-Írland

Bosnía-Hersegovína

Færeyjar



5. riðill

Noregur

Holland

Belgía

Portúgal

Grikkland

Albanía



6. riðill

England

Úkraína

Hvíta-Rússland

Wales

Tyrkkland

Svartfjallaland



7. riðill

Frakkland

Finnland

Austurríki

Ungverjaland

Búlgaría

Kasakhstan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×