Fótbolti

Elmar og Elfar í úrslit danska bikarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theodór Elmar.
Theodór Elmar. Mynd/Heimasíða Randers
Randers tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar eftir 4-2 samanlagðan sigur á Horsens.

Liðin mættust á heimavelli Horsens í kvöld og hafði Randers betur, 3-2. Theódór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Randers en Elfar Freyr Helgason var ónotaður varamaður hjá liðinu.

Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Horsens en Randers jafnaði á 56. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tiu mínútum fyrir leikslok.

Liðið mætir annað hvort Bröndby eða Esbjerg í úrslitaleik en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn. Síðari leikurinn fer fram á morgun.

Arnór Smárason leikur með Esbjerg og því möguleiki á Íslendingaslag í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×