Oblivion heimsfrumsýnd í kvöld - Tom Cruise á leið til landsins 1. apríl 2013 12:30 „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi," segir Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri Smárabíós. Stórmyndin Oblivion, sem skartar meðal annars Tom Cruise og Morgan Freeman í aðalhlutverki verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld, nánar tiltekið í Smárabíói. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt um var myndin tekin upp að stórum hluta hér á landi síðasta sumar. Myndin verður frumsýnd þann 12. apríl næstkomandi en í kvöld fá nokkrir heppnir Íslendingar forskot á sæluna. Tom Cruise er væntanlegur til landsins síðdegis til þess að vera viðstaddur sýninguna í kvöld. Jón Eiríkur segir að með þessu vilji Tom Cruise þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem honum var sýnd á meðan hann var við tökur á myndinni. „Þetta var eitthvað sem kom upp mjög nýlega og erum við í skýjunum yfir þessu. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur á borð við Tom Cruise þakka fyrir sig á þennan hátt," segir hann. Sýningin í Smárabíó er í samstarfi við Vísi, en um boðssýningu er að ræða. Það þýðir að 100 miðar á myndina eru ókeypis og lesendur Vísis geta tryggt sér miða með því að senda póst á ritstjorn@visir.is. Þeir sem ekki ná í miða hjá Vísi geta freistað þess að fara í Smáralindina eftir klukkan 17 og keypt miða í miðasölunni. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og verður nánar fjallað um hana á Vísi í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt við Tom Cruise. Oblivion er ein stærsta mynd þessa árs og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í þessum vísindaskáldskap, þar sem Ísland er í hlutverki Norður-Ameríku eftir að heimsstyrjöld hefur grandað allri siðmenningu.Sjá má stiklu úr myndinni hér að ofan. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi," segir Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri Smárabíós. Stórmyndin Oblivion, sem skartar meðal annars Tom Cruise og Morgan Freeman í aðalhlutverki verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld, nánar tiltekið í Smárabíói. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt um var myndin tekin upp að stórum hluta hér á landi síðasta sumar. Myndin verður frumsýnd þann 12. apríl næstkomandi en í kvöld fá nokkrir heppnir Íslendingar forskot á sæluna. Tom Cruise er væntanlegur til landsins síðdegis til þess að vera viðstaddur sýninguna í kvöld. Jón Eiríkur segir að með þessu vilji Tom Cruise þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem honum var sýnd á meðan hann var við tökur á myndinni. „Þetta var eitthvað sem kom upp mjög nýlega og erum við í skýjunum yfir þessu. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur á borð við Tom Cruise þakka fyrir sig á þennan hátt," segir hann. Sýningin í Smárabíó er í samstarfi við Vísi, en um boðssýningu er að ræða. Það þýðir að 100 miðar á myndina eru ókeypis og lesendur Vísis geta tryggt sér miða með því að senda póst á ritstjorn@visir.is. Þeir sem ekki ná í miða hjá Vísi geta freistað þess að fara í Smáralindina eftir klukkan 17 og keypt miða í miðasölunni. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og verður nánar fjallað um hana á Vísi í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt við Tom Cruise. Oblivion er ein stærsta mynd þessa árs og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í þessum vísindaskáldskap, þar sem Ísland er í hlutverki Norður-Ameríku eftir að heimsstyrjöld hefur grandað allri siðmenningu.Sjá má stiklu úr myndinni hér að ofan.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira