Fótbolti

8-0 í færum en stelpurnar fengu bara eitt stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
19 ára landsliðið.
19 ára landsliðið. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Íslenska 19 ára landslið kvenna í fótbolta gerði 1-1 jafntefli á móti Norður-Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli um sæti í úrslitakeppni EM en riðillinn er spilaður í Portúgal. Íslenska liðið náði ekki að tryggja sér sigur þrátt fyrir margar lofandi sóknir.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði mark Íslands á 27. mínútu eftir sendingu frá Guðmundu Brynju Óladóttir og kom hún íslenska liðinu í 1-0 í leiknum. Norður-írsku stelpurnar jöfnuðu hinsvegar metin á 64. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á markvörð íslenska liðsins, Höllu Margréti Hinriksdóttur.

Íslenska liðið sótti í lokin en náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum. Samkvæmt tölfræði UEFA þá fengu íslensku stelpurnar átta hættuleg færi gegn engu hjá þeim norður-írsku en skotin fóru 17-8 fyrir Ísland.

Finnland vann 2-1 sigur á Portúgal í hinum leik riðilsins en íslenska liðið mætir einmitt finnsku stelpunum næst á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×