Íslenski boltinn

Elfar Árni skoraði tvö á gamla heimavellinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elfar Árni í leik með Blikum.
Elfar Árni í leik með Blikum. Mynd/Pjetur
Breiðablik er með fjögurra stiga forystu á toppi síns riðils í Lengjubikarnum eftir 4-1 sigur á Völsungi á Húsavíkurvelli í dag.

Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk gegn sínu gamla liði en Andri Rafn Yeoman og Sverrir Ingi Ingason skoruðu hin mörk Blika í leiknum. Hrannar Björn Steingrímsson skoraði mark Völsungs.

Víkingur vann KA í Boganum í sama riðli, 4-2, og halda í vonina um að komast áfram í fjórðungsúrsilt keppninnar.

FH vann Grindavík, 2-1, með mörkum Ólafs Páls Snorrasonar og Atla Viðars Björnssonar. Scott Ramsay skoraði mark Grindavíkur.

FH er í öðru sæti 1. riðils með fimmtán stig og hefur nú spilað alla leiki sína í keppninni. Aðeins Fylkir getur náð toppliði Víkings frá Ólafsvík að stigum úr þessu en öll þrjú liðin eru komin áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.

Þá hafði Keflavík betur gegn KF, 1-0, í 3. riðli. KR var fyrir nokkru búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins.

1. riðill:

FH - Grindavík 2-1

Tindastóll - BÍ/Bolungarvík 0-3

2. riðill:

Völsungur - Breiðablik 1-4

KA - Víkingur 2-4

3. riðill:

Keflavík - KF 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×