Rafdrifinn Lotus Exige frá Detroit Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2013 14:30 Er 3,7 sekúndum í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fáir kannast eflaust við bílafyrirtækið Detroit Electric, en það framleiddi 13.000 rafmagnsbíla í byrjun síðustu aldar, en hvarf svo hressilega undir radarinn. Nú hefur Detroit Electric aftur hafið framleiðslu rafmagnsbíal og hér sést þeirra fyrsta afurð í langan tíma, SP:01. Eins og glögglega sést er þessi rafmagnsbíll byggður á Lotus Exige og er ástæða þess sú að sá sem nú endurvekur Detroit Electric, Albert Lam, var einn af yfirmönnum Lotus. Detroit Electric ætlar að framleiða 2.500 svona bíla á ári sem tryggir 180 manns vinnu. Detroit Electric ætlar þó ekki að láta þar við sitja því 2 nýjar gerðir bíla verða kynntar á næsta ári.Léttur, snöggur og hraðskreiðurSP:01 er með yfirbyggingu úr koltrefjum og í innréttingunni ber mest á enn meiri koltrefjum og svörtu leðri. Bíllinn verður enginn aukvisi því hann kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Bíllinn er með tvær 37 kWh rafhlöður sem senda 201 hestafl til afturhjóla bílsins og hann á að komast 290 km á fullri rafhleðslu. Það mun taka ríflega 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðurnar. SP:01 bíllinn er léttur og vegur aðeins 1.090 kíló, en það skýrir að hluta til snerpu hans og drægni. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent
Er 3,7 sekúndum í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fáir kannast eflaust við bílafyrirtækið Detroit Electric, en það framleiddi 13.000 rafmagnsbíla í byrjun síðustu aldar, en hvarf svo hressilega undir radarinn. Nú hefur Detroit Electric aftur hafið framleiðslu rafmagnsbíal og hér sést þeirra fyrsta afurð í langan tíma, SP:01. Eins og glögglega sést er þessi rafmagnsbíll byggður á Lotus Exige og er ástæða þess sú að sá sem nú endurvekur Detroit Electric, Albert Lam, var einn af yfirmönnum Lotus. Detroit Electric ætlar að framleiða 2.500 svona bíla á ári sem tryggir 180 manns vinnu. Detroit Electric ætlar þó ekki að láta þar við sitja því 2 nýjar gerðir bíla verða kynntar á næsta ári.Léttur, snöggur og hraðskreiðurSP:01 er með yfirbyggingu úr koltrefjum og í innréttingunni ber mest á enn meiri koltrefjum og svörtu leðri. Bíllinn verður enginn aukvisi því hann kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Bíllinn er með tvær 37 kWh rafhlöður sem senda 201 hestafl til afturhjóla bílsins og hann á að komast 290 km á fullri rafhleðslu. Það mun taka ríflega 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðurnar. SP:01 bíllinn er léttur og vegur aðeins 1.090 kíló, en það skýrir að hluta til snerpu hans og drægni.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent