Þó flestir jeppar sem framleiddir eru í dag séu vart færir um annað en rúlla eftir malbiki hefur Jeep ekki alveg gleymt uppruna sínum. Jeep fékk Mopar í lið með sér til að gera flesta framleiðslubíla sína að öðru og meira en farartæki til að skutlast á í mollið.
Allir eru þeir komnir á gróf dekk í yfirstærð og vel vopnum búnir að flestu leiti. Tilefnið er jeppasýning sem árlega er haldin um páskana, "Easter Jeep Safari" í Moab í Utah-fylki og er hver bíll aðeins framleiddur í einu eintaki.
Bíllinn sem sést hér kallar framleiðandinn Wrangler Sand Trooper II. Hann er með 5,7 lítra Hemi vél og situr á 42 tommu dekkjum sem hækkar hann hressilega frá jörðu. Hér að neðan sjást fleiri breyttir Jeep bílar að hætti Mopar.



