Fótbolti

Stjarnan á flesta leikmenn í 19 ára landsliði kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Antonsdóttir er einn reyndasti leikmaður hópsins.
Hildur Antonsdóttir er einn reyndasti leikmaður hópsins. Mynd/Vilhelm
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM í Portúgal dagana 4. - 9. apríl næstkomandi. Íslensku stelpurnar mæta þar Portúgal, Finnlandi og Norður-Írlandi.

Efsta þjóðin í riðlinum tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM í Wales sem fram fer dagana 19. - 31. ágúst.

Níu félög eiga leikmenn í hópnum en Stjarnan á flesta leikmenn eða alls fjórar. Afturelding, Breiðablik og Valur eiga öll þrjá leikmenn.

Flestir leikmannanna eru fæddar 1994 og 1995 en þær Andrea Rán Hauksdóttir úr Breiðabliki og Berglind Hrund Jónasdóttir úr Stjörnunni eru þær einu fæddar 1996.

19 ára landslið Íslands:

Halla Margrét Hinriksdóttir, Aftureldingu

Telma H. Þrastardóttir, Aftureldingu

Lára Kristín Pedersen, Aftureldingu

Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Breiðabliki

Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki

Guðrún Arnardóttir, Breiðabliki

Sveinbjörg Auðunsdóttir, FH

Eyrún Eiðsdóttir, ÍA

Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi

Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni

Berglind Hrund Jónasdóttir, Stjörnunni

Bryndís Björnsdóttir, Stjörnunni

Írunn Þorbjörg Aradóttir, Stjörnunni

Elín Metta Jensen, Val

Hildur Antonsdóttir, Val

Svava Rós Guðmundsdóttir, Val

Sandra María Jessen, Þór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×