Bílasala í Evrópu féll um 10,2% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2013 08:45 Honda jók söluna um 27% Jókst þó í Bretlandi um 7,9%. Áfram heldur fallið í bílasölu á álfunni og þrátt fyrir að 829.359 bílar hafi selst þá er það ríflega tíund minna en árið á undan, sem ekki var nú gott. Árið í fyrra var versta bílasöluár í Evrópu í 17 ár. Sala Ford féll helmingi meira en meðaltalið, eða um 20,8% og var sala þeirra 53.660 bílar. Næstir á eftir í dræmri sölu voru General Motors með 20,1% minnkun og Fiat með 15,7% minnkun. Ekki er þetta gott ástand í kjölfar heildartaps bílaframleiðenda í Evrópu í fyrra uppá 875 milljarða króna, en þá féll salan um 8,2% niður í 12,05 milljónir bíla. Búist er við 11,4 milljón bíla sölu í Evrópu í ár. Meira að segja Volkswagen tapaði sölu í febrúar um 10% og Audi um 3,8%. Honda og Mazda auka sölu - Bretland sker sig úr Aðeins þrjú bílamerki juku við sig í febrúar í Evrópu, en Honda náði frábærri 27% aukningu, Mazda 13,1% og Hyundai 1,4%. Eitt land sker sig úr, en í Bretlandi var 7,9% aukning í bílasölu í febrúar frá fyrra ári. Fremst í flokki daprar sölu fór Ítalía með 17,4% minnkun, Frakkland með 12,1%, Þýskaland með 10,5% og Spánn með 9,8% Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Jókst þó í Bretlandi um 7,9%. Áfram heldur fallið í bílasölu á álfunni og þrátt fyrir að 829.359 bílar hafi selst þá er það ríflega tíund minna en árið á undan, sem ekki var nú gott. Árið í fyrra var versta bílasöluár í Evrópu í 17 ár. Sala Ford féll helmingi meira en meðaltalið, eða um 20,8% og var sala þeirra 53.660 bílar. Næstir á eftir í dræmri sölu voru General Motors með 20,1% minnkun og Fiat með 15,7% minnkun. Ekki er þetta gott ástand í kjölfar heildartaps bílaframleiðenda í Evrópu í fyrra uppá 875 milljarða króna, en þá féll salan um 8,2% niður í 12,05 milljónir bíla. Búist er við 11,4 milljón bíla sölu í Evrópu í ár. Meira að segja Volkswagen tapaði sölu í febrúar um 10% og Audi um 3,8%. Honda og Mazda auka sölu - Bretland sker sig úr Aðeins þrjú bílamerki juku við sig í febrúar í Evrópu, en Honda náði frábærri 27% aukningu, Mazda 13,1% og Hyundai 1,4%. Eitt land sker sig úr, en í Bretlandi var 7,9% aukning í bílasölu í febrúar frá fyrra ári. Fremst í flokki daprar sölu fór Ítalía með 17,4% minnkun, Frakkland með 12,1%, Þýskaland með 10,5% og Spánn með 9,8%
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent