Golf

Tiger fagnaði sigri á Flórída

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tiger Woods vann sitt annað mót á árinu þegar hann bar sigur úr býtum á móti í heimsmótaröðinni í golfi á Flórída um helgina.

Woods var tveimur höggum á undan næsta manni og vann nokkuð sannfærandi sigur á mótinu. Hann var yfirvegaður á lokahringinum og skilaði sér í hús á 71 höggi.

Steve Stricker varð í öðru sæti en hann spilaði á 68 höggum í gær. Stricker fór einmitt með Woods á æfingasvæðið á miðvikudaginn og fóru þeir yfir pútthögg í 45 mínútur.

„Ég spilaði vel og takk, Steve, fyrir púttkennsluna. Ég var ánægður með spilamennskuna. Púttin gengu vel og þetta rúllaði vel áfram," sagði Tiger eftir sigurinn.

Þetta var sautjándi sigur Woods á heimsmótaröðinni og Tiger þykir líklegur til afreka á Masters-mótinu sem fer fram eftir einn mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×