Meirihluti yfir hámarkshraða! Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2013 14:30 Getur verið að hámarksharði sé rangur ef 58% ökumanna ákveða að aka hraðar? Hvað segir það okkur, er meirihluti Íslendinga brotamenn? Þessa fyrirsögn kannast margir við úr blöðum og netmiðlum, en þær birtast í kjölfar umferðareftirlits lögreglunnar þar sem hraði ökumanna er mældur. Ein slík birtist í síðustu viku en þar mældi lögreglan ökuhraða á Hallsvegi við Gufuneskirkjugarð og reyndust 58% ökumanna yfir löglegum hraða og meðalhraðinn 17 km/klst yfir löglegum hraða, sem er 50 km/klst. En er ekki eitthvað bogið við það að oftar en ekki er meirihluti ökumanna yfir löglegum ökuhraða? Er þá ekki í raun þegjandi samkomulag um það meðal ökumanna að ökuhraðinn sé of lágur. Flestir ökumenn aka sannarlega eftir aðstæðum og vilja ekki valda sjálfum sér né öðrum tjóni og haga aksturslagi sínu eftir því. Meirihluti þeirra áætlar samkvæmt því að löglegur ökuhraði sé of lágur og ekur aðeins hraðar. Samkvæmt laganna bókstaf eru þeir hinsvegar brotlegir og verðskulda sekt samkvæmt því. Breskar kannanir sýna að þar sem mikið umferðareftirlit er, þ.e. tíðar hraðamælingar með myndavélum eða framkvæmdar af lögreglumönnum, verða ekki færri slys. Fréttir berast víða að úr heiminum að undanförnu um hækkun leyfilegs hámarkshraða. Er það rökstutt með niðurstöðum tilrauna um að slysum fjölgi ekki, bættum búnaði bifreiða, eða bættra aðstæðna. Oft hefur heyrst af undrun Íslendinga að hámarkshraði á nýjum og glæsilegum Keflavíkurvegi sé ekki hækkaður, þar sem á sambærilegum vegum erlendis sé leyfður miklu meiri hraði. Þeir hafa sitthvað til síns máls. Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent
Hvað segir það okkur, er meirihluti Íslendinga brotamenn? Þessa fyrirsögn kannast margir við úr blöðum og netmiðlum, en þær birtast í kjölfar umferðareftirlits lögreglunnar þar sem hraði ökumanna er mældur. Ein slík birtist í síðustu viku en þar mældi lögreglan ökuhraða á Hallsvegi við Gufuneskirkjugarð og reyndust 58% ökumanna yfir löglegum hraða og meðalhraðinn 17 km/klst yfir löglegum hraða, sem er 50 km/klst. En er ekki eitthvað bogið við það að oftar en ekki er meirihluti ökumanna yfir löglegum ökuhraða? Er þá ekki í raun þegjandi samkomulag um það meðal ökumanna að ökuhraðinn sé of lágur. Flestir ökumenn aka sannarlega eftir aðstæðum og vilja ekki valda sjálfum sér né öðrum tjóni og haga aksturslagi sínu eftir því. Meirihluti þeirra áætlar samkvæmt því að löglegur ökuhraði sé of lágur og ekur aðeins hraðar. Samkvæmt laganna bókstaf eru þeir hinsvegar brotlegir og verðskulda sekt samkvæmt því. Breskar kannanir sýna að þar sem mikið umferðareftirlit er, þ.e. tíðar hraðamælingar með myndavélum eða framkvæmdar af lögreglumönnum, verða ekki færri slys. Fréttir berast víða að úr heiminum að undanförnu um hækkun leyfilegs hámarkshraða. Er það rökstutt með niðurstöðum tilrauna um að slysum fjölgi ekki, bættum búnaði bifreiða, eða bættra aðstæðna. Oft hefur heyrst af undrun Íslendinga að hámarkshraði á nýjum og glæsilegum Keflavíkurvegi sé ekki hækkaður, þar sem á sambærilegum vegum erlendis sé leyfður miklu meiri hraði. Þeir hafa sitthvað til síns máls.
Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent