560 hestafla fjölskyldulangbakur Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 08:45 Sakleysislegur útlits en er aðeins 3,9 sekúndur í hundraðið. Yfirleitt eru bílar notendadrjúgir og kraftlitlir eða kraftmiklir og hafa lítið notendagildi. Það er þó alltaf gaman þegar birtast undantekningar frá því. Það á við Audi RS6 Avant bílinn sem kynntur er nú á bílasýningunni í Genf. Hann lítur út eins og hver annar saklaus stationbíll, heppilegur til að skutlast með krakkana í skólann og á æfingar. En þar fer úlfur í sauðagæru. Undir húddinu leynast 560 öskrandi hestöfl sem koma frá fjögurra lítra V8 vél sem sendir aflið til allra hjóla bílsins. Á leiðinni í skólann eða IKEA tekur hann sprettinn í hundraðið á 3,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 305 km/klst. Helst eru það 21 tommu álfelgurnar sem koma upp um að þar fer meira en hefðbundinn notadrjúgur fjölskyldubíll. Hann er að auki með sérstökum loftinntökum, pústkerfi, keramikbremsum og stillanlegri loftpúðafjöðrun. Það er til vitnis um sífellt lækkandi eyðslutölur bílaframleiðendanna að þetta kraftatröll eyðir aðeins 9,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Er það helst að þakka því að vélin slekkur á 4 strokkum af 8 þegar þeirra er ekki þörf og varlega er ekið. Einnig hjálpar það til að bíllinn er 100 kílóum léttari en forveri hans. Hljóðkerfi bílsins er frá Bang & Olufsen, 1.200 vött og með 15 hátölurum. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent
Sakleysislegur útlits en er aðeins 3,9 sekúndur í hundraðið. Yfirleitt eru bílar notendadrjúgir og kraftlitlir eða kraftmiklir og hafa lítið notendagildi. Það er þó alltaf gaman þegar birtast undantekningar frá því. Það á við Audi RS6 Avant bílinn sem kynntur er nú á bílasýningunni í Genf. Hann lítur út eins og hver annar saklaus stationbíll, heppilegur til að skutlast með krakkana í skólann og á æfingar. En þar fer úlfur í sauðagæru. Undir húddinu leynast 560 öskrandi hestöfl sem koma frá fjögurra lítra V8 vél sem sendir aflið til allra hjóla bílsins. Á leiðinni í skólann eða IKEA tekur hann sprettinn í hundraðið á 3,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 305 km/klst. Helst eru það 21 tommu álfelgurnar sem koma upp um að þar fer meira en hefðbundinn notadrjúgur fjölskyldubíll. Hann er að auki með sérstökum loftinntökum, pústkerfi, keramikbremsum og stillanlegri loftpúðafjöðrun. Það er til vitnis um sífellt lækkandi eyðslutölur bílaframleiðendanna að þetta kraftatröll eyðir aðeins 9,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Er það helst að þakka því að vélin slekkur á 4 strokkum af 8 þegar þeirra er ekki þörf og varlega er ekið. Einnig hjálpar það til að bíllinn er 100 kílóum léttari en forveri hans. Hljóðkerfi bílsins er frá Bang & Olufsen, 1.200 vött og með 15 hátölurum.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent