Gerbreyttur Suzuki SX4 Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2013 08:45 Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent
Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent