Dásamleg hráfæðiskaka með jarðaberjum og kókos Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2013 09:30 Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu. Kókos og jarðaberjakaka Botn: 1 bolli af Raw Health súkkulaði múslí (fæst í Heilsuhúsinu) . 2-3 mjúkar döðlur og þurrkaðar fíkjur 1/2 bolli valhnetur 1-2 msk lífrænt gróft hnetusmjör 1 msk kókosolíaÞað fyrsta sem þarf að gera er að saxa döðlurnar, fíkjurnar og valhneturnar smátt eða skella þeim í matvinnsluvél. Öllu hráefninu blandað vel saman, og þjappað í form. Sáraeinfalt! Krem: 1 kókoshneta 5-6 jarðaber, eða eftir smekk 1 bolli kókosrjómi Engifer (malað) Kanill, eftir smekk Kókoskjötið úr kókoshnetunni, sett í blandara ásamt jarðaberjum, kókosrjóma og kryddi. Blandað þannig að kremið verði silkimjúkt. Ég vildi hafa kökuna lagskipta, en það ekki nauðsynlegt. Botninum er þjappað samam, kremið sett á milli og jarðaber skorin og raðað með. Síðan er um að gera að skreyta kökuna með jarðaberjum og kókosflögum. Geymist síðan í kæli í a.m.k. í eina klst.Njótið vel! Helga Gabríela. Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu. Kókos og jarðaberjakaka Botn: 1 bolli af Raw Health súkkulaði múslí (fæst í Heilsuhúsinu) . 2-3 mjúkar döðlur og þurrkaðar fíkjur 1/2 bolli valhnetur 1-2 msk lífrænt gróft hnetusmjör 1 msk kókosolíaÞað fyrsta sem þarf að gera er að saxa döðlurnar, fíkjurnar og valhneturnar smátt eða skella þeim í matvinnsluvél. Öllu hráefninu blandað vel saman, og þjappað í form. Sáraeinfalt! Krem: 1 kókoshneta 5-6 jarðaber, eða eftir smekk 1 bolli kókosrjómi Engifer (malað) Kanill, eftir smekk Kókoskjötið úr kókoshnetunni, sett í blandara ásamt jarðaberjum, kókosrjóma og kryddi. Blandað þannig að kremið verði silkimjúkt. Ég vildi hafa kökuna lagskipta, en það ekki nauðsynlegt. Botninum er þjappað samam, kremið sett á milli og jarðaber skorin og raðað með. Síðan er um að gera að skreyta kökuna með jarðaberjum og kókosflögum. Geymist síðan í kæli í a.m.k. í eina klst.Njótið vel! Helga Gabríela.
Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira