Fótbolti

AC Milan vann óvæntan sigur á Barcelona

Boateng fagnar marki sínu í kvöld.
Boateng fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ítalska liðið AC Milan kom skemmtilega á óvart í kvöld er liðið skellti Barcelona, 2-0, í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta var fyrri leikur liðanna.

Það var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Börsungar beittari framan af en Milan fór svo að bíta frá sér og skapaði hættulegustu færi hálfleiksins.

Ekki tókst þeim samt að skora og því markalaust í leikhléi. Verður að viðurkennast að skemmtanagildi fyrri hálfleiks var ekki mikið.

Milan komst yfir með umdeildu marki snemma í seinni hálfleik. Skot Montolivo fór í leikmann Barcelona og svo augljóslega í hendi leikmanns Milan. Dómarinn dæmdi ekkert og Kevin Prince Boateng þakkaði fyrir með því að setja boltann í netið.

Milan bætti öðru marki við tíu mínútum fyrir hlé. Glæsileg skyndisókn, Shaarawy lyfti boltanum á Muntari sem tók hann á lofti og negldi í fjærhornið. Magnað mark. Báðir markaskorararnir eru fyrrum leikmenn Portsmouth.

Börsungar slakir í kvöld og sköpuðu sér vart nein almennileg færi og voru ekkert að skjóta utan teigs. Síðari leikurinn verður afar áhugaverður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×