Fótbolti

Tíu leikir í röð hjá Barcelona án þess að halda hreinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Barcelona tapaði óvænt 2-0 á móti AC Milan í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Barcelona er í slæmum málum og þarf nú algjöran stórleik í seinni leiknum á Nývángi sem fer fram 12. mars næstkomandi.

Barcelona fékk á sig tvö mörk í kvöld og hefur þar með leikið tíu leiki í röð án þess að ná að halda hreinu.

Barcelona-liðið hélt síðast hreinu í 4-0 sigri á nágrönnunum í Espanyol en frá þeim leik hefur liðið fengið á sig 15 mörk í 10 leikjum.

Síðustu ellefu leikir Barcelona-liðsins:

20. febrúar - Meistaradeild - 0-2 tap fyrir AC Milan

16. febrúar - deild - 2-1 sigur á Granada

10. febrúar - deild - 6-1 sigur á Getafe

3. febrúar - deild - 1-1 jafntefli við Valencia

30. janúar - bikar - 1-1 jafntefli við Real Madrid

27. janúar - deild - 5-1 sigur á Osasuna

24. janúar - bikar - 4-2 sigur á Malaga

19. janúar - deild - 2-3 tap fyrir Real Sociedad

16. janúar - bikar - 2-2 jafntefli við Malaga

13. janúar - deild - 3-1 sigur á Malaga

6. janúar - deild - 4-0 sigur á Espanyol




Fleiri fréttir

Sjá meira


×