Fótbolti

Lennon: Við komust kannski aldrei hingað aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neil Lennon, stjóri Celtic.
Neil Lennon, stjóri Celtic. Mynd/NordicPhotos/Getty
Neil Lennon, stjóri Celtic, mætir í kvöld með lið sitt í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem Skotarnir taka á móti ítölsku meisturunum í Juventus. Celtic-liðið hefur þegar unnið Barcelona í Meistaradeildinni í vetur og er því sýnd veiði en ekki gefin.

„Að komast upp úr riðlinum með tíu stig er það besta sem ég hef gert á stjóraferlinum," segir Neil Lennon en liðið komast áfram með Barcelona en eftir sátu Benfica og Spartak Moskva.

„Við komust kannski aldrei hingað aftur. Fólk má ekki líta á þetta sem árlegan viðburð því það er svo erfitt að komast í sextán liða úrslitin. Við verðum því að nýta tækifærið núna," sagði Lennon.

„Við verðum að njóta stunda eins og þeirrar sem bíður okkar í kvöld. Við höfum gefið stuðningsmönnunum trúna á ný og eitthvað til að dreyma um. Þeir hafa saknað þess," sagði Lennon.

Leikur Celtic og Juventus hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×