Fótbolti

Ferguson: Lá á bæn þegar Ronaldo var með boltann

Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld.
Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, gat ekki annað en hrósað sínum gamla lærisveini, Cristiano Ronaldo, eftir leik liðsins gegn Real Madrid sem fór 1-1.

"Þvílíkur skalli hjá honum. Ótrúlegur. Það er ekki hægt að stöðva svona. Þetta hopp og hvernig hann getur hangið í loftinu," sagði Ferguson um skallamarkið góða hjá Ronaldo.

"Ég spurði Evra í hálfleik af hverju hann hefði ekki farið upp í boltann með honum. Svo sá ég endursýninguna og skildi ekkert hvað ég var að tala um. Okkur gekk annars vel að halda aftur af honum.

"Ég held að það hafi verið erfitt fyrir hann að spila gegn sínu gamla félagi. Hann stóð sig samt vel. Þegar hann fær boltann þá liggur maður á bæn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×