Lexus og Porsche bila minnst Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2013 11:15 Lexus bílar bila minnst samkvæmt könnun J.D. Power Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac tóku dýfu Ár hvert gerir J.D. Power í Bandaríkjunum viðamikla rannsókn á bilanatíðni bíla til að finna út hvaða bílgerðir standa sig best. Ávallt er um að ræða þriggja ára bíla og því voru nú bílar af árgerð 2010 rannsakaðir og fundið út hversu mikið þeir hafi bilað á síðastliðnum 12 mánuðum. Efstu merkin á listanum, eins og reyndar oft áður, urðu Lexus með 71 bilun á hverja 100 bíla og Porsche með 94 bilanir. Meðaltal allra bíla í könnuninni var 126 bilanir. Listi 12 efstu merkjanna var þessi: Lexus 71 Porsche 94 Toyota 112 Lincoln 112 Mercedes Benz 115 Buick 118 Honda 119 Acura 120 Ram 122 Suzuki 122 Mazda 124 Chevrolet 125 Hástökkvarinn á þessum lista var Ram, sem stökk upp um 20 sæti frá könnuninni í fyrra. Mazda og Ford komust á topp 12 listann nú en voru þar ekki í fyrra. Nokkur þekkt merki tóku dýfu á listanum, svo sem Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac tóku dýfu Ár hvert gerir J.D. Power í Bandaríkjunum viðamikla rannsókn á bilanatíðni bíla til að finna út hvaða bílgerðir standa sig best. Ávallt er um að ræða þriggja ára bíla og því voru nú bílar af árgerð 2010 rannsakaðir og fundið út hversu mikið þeir hafi bilað á síðastliðnum 12 mánuðum. Efstu merkin á listanum, eins og reyndar oft áður, urðu Lexus með 71 bilun á hverja 100 bíla og Porsche með 94 bilanir. Meðaltal allra bíla í könnuninni var 126 bilanir. Listi 12 efstu merkjanna var þessi: Lexus 71 Porsche 94 Toyota 112 Lincoln 112 Mercedes Benz 115 Buick 118 Honda 119 Acura 120 Ram 122 Suzuki 122 Mazda 124 Chevrolet 125 Hástökkvarinn á þessum lista var Ram, sem stökk upp um 20 sæti frá könnuninni í fyrra. Mazda og Ford komust á topp 12 listann nú en voru þar ekki í fyrra. Nokkur þekkt merki tóku dýfu á listanum, svo sem Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent