Rússar vilja eigið lúxusbílamerki Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2013 09:15 Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent
Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent