Ný PlayStation leikjatölva kynnt til leiks í febrúar 6. febrúar 2013 13:59 Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira