Fótbolti

Tæp sex ár síðan að Kolbeinn skoraði fernu á móti Rússum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson ber fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Rússum í vináttulandsleik á Marbella á Spáni. Það eru tæp sex ár síðan að hann fór illa með Rússa í leik með 17 ára landsliðinu í milliriðli Evrópukeppninnar.

Kolbeinn skoraði fjögur mörk í 6-5 sigri 17 ára landsliðsins á Rússum í Milliriðill EM 2007 en leikurinn fór fram í Portúgal 24. mars 2007. Rússar voru þá ríkjandi Evrópumeistarar en íslensku strákarnir urðu að vinna til að komast í átta liða úrslitin.

Kolbeinn skoraði öll fjögur mörk sín í fyrri hálfeiknum en Ísland var 5-0 yfir í hálfeik. Mörkin hans komu á 8., 23., 33. og 40. mínútu. Frans Elvarsson skoraði annað mark íslenska liðsins í leiknum og Aaron Palomares kom Íslandi síðan í 6-0 í upphafi seinni hálfleiks. Rússar náðu að skora fimm mörk og minnka muninn í eitt mark fyrir leikslok.

Kolbeinn skoraði alls sjö mörk í 12 leikjum fyrir 17 ára landsliðið en hann ehfur skorað átta mörk í aðeins ellefu leikjum fyrir íslenska A-landsliðið.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og á Boltavakt Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×