Kaldhæðnislegt að ekki megi leita sökudólga Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2013 20:23 Geir Haarde var forsætisráðherra þegar neyðarlögin voru sett. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það kaldhæðnislegt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vari við því að sökudólga yrði leitað, nú þegar Icesave hefur verið leitt til lykta. Hann bendir á að eitt af ákæruatriðum fyrir landsdómi hafi verið Icesavemálið. „Að ég hafi ekki verið búinn að sjá til þess að þessir Icesavereikningar hefðu verið komnir yfir í dótturfélög. Sem var reyndar ekki í mínu valdi," sagði Geir Haarde við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann benti svo á að hann hefði verið sýknaður af þessum ákærulið. „Þannig að mér finnst þetta nú kannski svolítið kaldhæðnislegt hjá þeim aðilum sem annað hvort stóðu að baki þessari ákæru gegn mér eða komu í veg fyrir að hún yrði afturkölluð að nú eigi ekki að leita sökudólga," sagði Geir. Þá sagði Geir að neyðarlögin, sem sett voru í byrjun október 2008, hefðu reynst ótrúlega mikið haldreipi. „Ekki bara fyrir þessum dómstóli heldur hafði Hæstiréttur Íslands dæmt þau lögmæt og einnig Eftirlitsstofnun Efta varðandi nokkra aðra þætti. Þannig að ég held að það sé nú ekki hægt að segja annað en að maður geti verið ánægður með þessi neyðarlög," sagði Geir. Hann benti á að þegar lögin voru sett hafi þingmenn VG og Frjálslynda flokksins setið hjá við atkvæðagreiðsluna. Það er óskiljanleg afstaða og mjög skrýtin í ljósi þess að ákveðnir aðilar hafa verið að hreykja sér af þeirri leið sem farin var," sagði Geir. Icesave Landsdómur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það kaldhæðnislegt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vari við því að sökudólga yrði leitað, nú þegar Icesave hefur verið leitt til lykta. Hann bendir á að eitt af ákæruatriðum fyrir landsdómi hafi verið Icesavemálið. „Að ég hafi ekki verið búinn að sjá til þess að þessir Icesavereikningar hefðu verið komnir yfir í dótturfélög. Sem var reyndar ekki í mínu valdi," sagði Geir Haarde við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann benti svo á að hann hefði verið sýknaður af þessum ákærulið. „Þannig að mér finnst þetta nú kannski svolítið kaldhæðnislegt hjá þeim aðilum sem annað hvort stóðu að baki þessari ákæru gegn mér eða komu í veg fyrir að hún yrði afturkölluð að nú eigi ekki að leita sökudólga," sagði Geir. Þá sagði Geir að neyðarlögin, sem sett voru í byrjun október 2008, hefðu reynst ótrúlega mikið haldreipi. „Ekki bara fyrir þessum dómstóli heldur hafði Hæstiréttur Íslands dæmt þau lögmæt og einnig Eftirlitsstofnun Efta varðandi nokkra aðra þætti. Þannig að ég held að það sé nú ekki hægt að segja annað en að maður geti verið ánægður með þessi neyðarlög," sagði Geir. Hann benti á að þegar lögin voru sett hafi þingmenn VG og Frjálslynda flokksins setið hjá við atkvæðagreiðsluna. Það er óskiljanleg afstaða og mjög skrýtin í ljósi þess að ákveðnir aðilar hafa verið að hreykja sér af þeirri leið sem farin var," sagði Geir.
Icesave Landsdómur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira