Innlent

Þingmenn töpuðu tímaskyninu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær.

Til umræðu var frumvarp Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um happdrætti. Þegar ræðutími Þorgerðar var u.þ.b. hálfnaður spurði hún þingforseta hvort hún væri í andsvari eða ræðu. Staðfesti Þuríður Backman, þingforseti, að um andsvar væri að ræða.

Þorgerður hélt ræðu sinni áfram en aðeins tuttugu sekúndum síðar glumdi bjallan til merkis um að tími Þorgerðar væri uppurinn. Sem hann var ekki.

„Á ég þá ekki tvær mínútur," sagði Þorgerður Katrín og vísaði í tíma sem þingmenn hafa til andsvars.

„Þær eru liðnar," svaraði þingforseti en Þorgerður stóð föst á sínu.

„Nei, þær eru nú ekki liðnar. Ég átti þá að minnsta kosti fimmtíu sekúndur eftir," sagði þingkonan en raunar lifðu fjörutíu sekúndur af ræðutíma hennar.

„Já, þá hinkrar forseti andartak. En það er ólag með bjölluna," sagði Þuríður. Þorgerður lét atvikið ekki slá sig útaf laginu og lauk andsvari sínu.

Uppákomuna má sjá á vefsíðu Alþingis með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×