Þingmenn töpuðu tímaskyninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 10:34 Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær. Til umræðu var frumvarp Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um happdrætti. Þegar ræðutími Þorgerðar var u.þ.b. hálfnaður spurði hún þingforseta hvort hún væri í andsvari eða ræðu. Staðfesti Þuríður Backman, þingforseti, að um andsvar væri að ræða. Þorgerður hélt ræðu sinni áfram en aðeins tuttugu sekúndum síðar glumdi bjallan til merkis um að tími Þorgerðar væri uppurinn. Sem hann var ekki. „Á ég þá ekki tvær mínútur," sagði Þorgerður Katrín og vísaði í tíma sem þingmenn hafa til andsvars. „Þær eru liðnar," svaraði þingforseti en Þorgerður stóð föst á sínu. „Nei, þær eru nú ekki liðnar. Ég átti þá að minnsta kosti fimmtíu sekúndur eftir," sagði þingkonan en raunar lifðu fjörutíu sekúndur af ræðutíma hennar. „Já, þá hinkrar forseti andartak. En það er ólag með bjölluna," sagði Þuríður. Þorgerður lét atvikið ekki slá sig útaf laginu og lauk andsvari sínu.Uppákomuna má sjá á vefsíðu Alþingis með því að smella hér. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær. Til umræðu var frumvarp Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um happdrætti. Þegar ræðutími Þorgerðar var u.þ.b. hálfnaður spurði hún þingforseta hvort hún væri í andsvari eða ræðu. Staðfesti Þuríður Backman, þingforseti, að um andsvar væri að ræða. Þorgerður hélt ræðu sinni áfram en aðeins tuttugu sekúndum síðar glumdi bjallan til merkis um að tími Þorgerðar væri uppurinn. Sem hann var ekki. „Á ég þá ekki tvær mínútur," sagði Þorgerður Katrín og vísaði í tíma sem þingmenn hafa til andsvars. „Þær eru liðnar," svaraði þingforseti en Þorgerður stóð föst á sínu. „Nei, þær eru nú ekki liðnar. Ég átti þá að minnsta kosti fimmtíu sekúndur eftir," sagði þingkonan en raunar lifðu fjörutíu sekúndur af ræðutíma hennar. „Já, þá hinkrar forseti andartak. En það er ólag með bjölluna," sagði Þuríður. Þorgerður lét atvikið ekki slá sig útaf laginu og lauk andsvari sínu.Uppákomuna má sjá á vefsíðu Alþingis með því að smella hér.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira