Fótbolti

Enn slúðrað um að Ronaldo fari til Man. Utd

Ronaldo með Ferguson.
Ronaldo með Ferguson.
Þó svo Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ætla að virða samning sinn við Real Madrid eru menn enn að velta sér upp úr mögulegri endurkomu hans til Man. Utd. Samningur Ronaldo við Real rennur út árið 2015 en hann fór til félagsins frá Man. Utd árið 2009.

Ronaldo hefur gefið Man. Utd svolítið undir fótinn upp á síðkastið. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur einnig gefið út að hann væri til í að fá Ronaldo aftur til félagsins.

Umræðan fer líka eðlilega mjög hátt þar sem styttist í rimmu Man. Utd og Real Madrid í Meistaradeildinni.

David Gill, stjórnarformaður Man. Utd, hefur ekki viljað segja neitt um mögulega endurkomu Ronaldo.

"Hann er frábær leikmaður en er samningsbundinn næstu árin. Við erum samt spenntir fyrir að fá hann aftur í heimsókn og ég efast ekki um að hann eigi eftir að fá frábærar móttökur á Old Trafford. Meira hef ég ekki um málið að segja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×