Audi SQ5 – 345 hestöfl 8. janúar 2013 17:00 Audi SQ5 í Estoril-bláum lit Evrópuútgáfa SQ5 var fyrsti S-bíll Audi með díselvél. Á bílasýningunni í Detroit sem hefst eftir tvær vikur mun Audi sýna Q5 jepplinginn í S-útfærslu. Að sjálfsögðu er hann knúinn bensínvél, það þýðir ekki að bjóða Bandaríkjamönnum annað. Í Evrópu er hann boðinn með díselvél. Þessi lúxusútgáfa jepplingsins sem þeim vestra býðst er snarpur í meira lagi, enda með 345 hestöfl undir húddinu. Þau koma frá sömu 6 strokka og þriggja lítra vél og finnst í Audi S5 bílnum. Sjálfskiptingin í bílnum er 8 gíra og sendir aflið til allra hjólanna. Hann er ekki nema 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km. S-útgáfan er 3 sentimetrum lægri en venjulegur Q5 og fjöðrunin öll stífari. Hann verður á 20 tommu álfelgum og aðeins boðinn í tveimur litum, svartur og Estoril-blár. Efnisnotkun í innanrými einkennist nokkuð af áli og sætin eru úr Nappa leðri og Alcantara efni. Sala bílsins hefst á haustmánuðum. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Evrópuútgáfa SQ5 var fyrsti S-bíll Audi með díselvél. Á bílasýningunni í Detroit sem hefst eftir tvær vikur mun Audi sýna Q5 jepplinginn í S-útfærslu. Að sjálfsögðu er hann knúinn bensínvél, það þýðir ekki að bjóða Bandaríkjamönnum annað. Í Evrópu er hann boðinn með díselvél. Þessi lúxusútgáfa jepplingsins sem þeim vestra býðst er snarpur í meira lagi, enda með 345 hestöfl undir húddinu. Þau koma frá sömu 6 strokka og þriggja lítra vél og finnst í Audi S5 bílnum. Sjálfskiptingin í bílnum er 8 gíra og sendir aflið til allra hjólanna. Hann er ekki nema 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km. S-útgáfan er 3 sentimetrum lægri en venjulegur Q5 og fjöðrunin öll stífari. Hann verður á 20 tommu álfelgum og aðeins boðinn í tveimur litum, svartur og Estoril-blár. Efnisnotkun í innanrými einkennist nokkuð af áli og sætin eru úr Nappa leðri og Alcantara efni. Sala bílsins hefst á haustmánuðum.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent