Tónlist

Franskir rokkarar á Fjandanum

Frönsku þungarokkararnir í L´esprit du clan eru á leiðinni til íslands.
Frönsku þungarokkararnir í L´esprit du clan eru á leiðinni til íslands.
Tvær franskar þungarokkssveitir spila á hátíðinni Fjandinn um helgina.

Tvær franskar þungarokkssveitir, L"esprit du clan og Hangman"s Chair, taka þátt í þungarokkshátíðinni Fjandinn sem verður haldin hér á landi um helgina. Fyrrnefnda sveitin kom síðast hingað til lands fyrir tveimur árum.

Einnig stíga Angist, Dimma, Momentum og fleiri íslenskar sveitir á svið á hátíðinni.

Fjandinn er hluti af stærri alþjóðlegri hátíð sem ferðast á milli landa sem rokkarinn Kalchat hefur skipulagt síðan 2007. Hann vinnur hjá bókunarskrifstofunni Rage Tour sem sér um að bóka tónleika með þekktum sveitum á borð við Napalm Death, Biohazard og Sepultura bæði í Frakklandi og víðar um Evrópu.

Núna verður hátíðin haldin á Íslandi og stendur hún yfir í tvo daga. Fyrri dagurinn verður á föstudagskvöld á Gauki á Stöng í Reykjavík, og sá seinni á Græna Hattinum á Akureyri á laugardagskvöld. Tugir manna úr vinahópi Kalchat ætla að ferðast til Íslands á hátíðina.

Miðaverð er 1.500 krónur í Reykjavík en 2.000 krónur á Akureyri og er átján ára aldurstakmark. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni, Kice.cc.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×