Þráspurt um hæfi rannsakendanna Stígur Helgason skrifar 7. desember 2012 00:01 Karl Wernersson skrópaði á þriðjudag en mætti í gær. Hann hafði ekki frá miklu að segja. Fréttablaðið/gva Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborninga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitnakvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðsdómari Karl um skýringu á fjarverunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rannsókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrotabú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfsmaður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn milljarður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn sakamálsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðarlínunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þessum vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rannsóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir. Dómsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborninga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitnakvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðsdómari Karl um skýringu á fjarverunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rannsókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrotabú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfsmaður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn milljarður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn sakamálsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðarlínunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þessum vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rannsóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir.
Dómsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira