Fram úr vonum Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. desember 2012 06:00 Á rétt rúmum hundrað árum hefur hæð hæstu trjáa hér á landi þrefaldast og gott betur. Fram kemur í umfjöllun blaðsins í gær að um aldamótin 1900 hafi hæsta tré landsins verið rúmir átta metrar að hæð. Núna er fjöldi trjáa yfir 20 metrum og það hæsta um 25 metra hátt. Árangurinn er meiri en forsvarsmenn skógræktar þorðu að láta sig dreyma um langt fram eftir tuttugustu öld og honum ber að fagna. Reyndar fylgir þó sá böggull skammrifi að með aukinni hæð trjáa eykst líka hættan á stormfalli þeirra þegar veður gerast válynd. „Þetta verður viðvarandi vandamál, þótt auðvitað sé ánægjulegt að tré hækki,“ sagði Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í viðtali við blaðið. Þá verður ekki fram hjá því horft að skógræktin breytir ásýnd landsins. Hver og einn verður svo að gera upp við sig hvort það þykir gott eða slæmt. Líkast til vildu þó fáir hverfa aftur til móa og mela Kjarnalands við Akureyri upp úr miðri síðustu öld þar sem nú er að finna Kjarnaskóg. Sama má líklega segja um önnur svæði sem grædd hafa verið upp. Uppgræðsla hefur í för með sér breytta ásýnd lands. Í þeim efnum verður ekki bæði sleppt og haldið. Í ágætri grein Þrastar Eysteinssonar og Arnfrieds Abraham í nýjasta tölublaði Skógræktarritsins kemur fram að vegna áframhaldandi hlýnunar komi aðstæður til skógræktar til með að halda áfram að batna hér á landi. „Gangi spár eftir er líklegt að hægt verði að rækta skóg í allt að 900 metra hæð í lok aldarinnar. Það er bara spurning hvort við höfum vit til að notfæra okkur þessa möguleika,“ segir þar. Eins kemur fram að vilji fólk vita hvernig hér gæti orðið umhorfs í skógum seint á öldinni eigi það að horfa til Edinborgar fremur en Stokkhólms eða Kaupmannahafnar. Þar sé hægt að rækta hundruð tegunda trjáa með góðum árangri. Í Skógræktarritinu kemur líka fram í samantekt Einars Gunnarssonar um skógræktarárið í fyrra að mikill vöxtur sé í margvíslegri starfsemi tengdri skógrækt. Þannig hafi aukist svo mjög viðarsala úr skógum landsins að tala megi um gjörbreytingu. Hún hófst í kjölfar hruns krónunnar og hugarfarsbreytingar sem komið hafi til þegar ekki var lengur óheft framboð af gjaldeyri. „En einnig að ræktaðir skógar eru í vaxandi mæli komnir í þá stærð að grisjun skilar umtalsverðu magni af nýtanlegu timbri.“ Með meiri reynslu og bættu vinnulagi við umhirðu skóga má draga úr hættunni á stormfalli. Ástæðulaust er að ætla annað en að skógrækt geti hér eflst og dafnað, bæði í atvinnuskyni og til fegrunar og aukningar landgæða. En um leið þarf að vera sátt um breytta ásýnd landsins, hvort heldur það er af völdum skóga og hærri trjáa, eða jurta á borð við lúpínu sem notuð er til að græða land svo að þar fái þrifist skógar. Tækifærin virðast mikil, en kalla um leið á að tekist sé á um grundvallaratriði í stefnumótun vegna uppgræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á rétt rúmum hundrað árum hefur hæð hæstu trjáa hér á landi þrefaldast og gott betur. Fram kemur í umfjöllun blaðsins í gær að um aldamótin 1900 hafi hæsta tré landsins verið rúmir átta metrar að hæð. Núna er fjöldi trjáa yfir 20 metrum og það hæsta um 25 metra hátt. Árangurinn er meiri en forsvarsmenn skógræktar þorðu að láta sig dreyma um langt fram eftir tuttugustu öld og honum ber að fagna. Reyndar fylgir þó sá böggull skammrifi að með aukinni hæð trjáa eykst líka hættan á stormfalli þeirra þegar veður gerast válynd. „Þetta verður viðvarandi vandamál, þótt auðvitað sé ánægjulegt að tré hækki,“ sagði Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í viðtali við blaðið. Þá verður ekki fram hjá því horft að skógræktin breytir ásýnd landsins. Hver og einn verður svo að gera upp við sig hvort það þykir gott eða slæmt. Líkast til vildu þó fáir hverfa aftur til móa og mela Kjarnalands við Akureyri upp úr miðri síðustu öld þar sem nú er að finna Kjarnaskóg. Sama má líklega segja um önnur svæði sem grædd hafa verið upp. Uppgræðsla hefur í för með sér breytta ásýnd lands. Í þeim efnum verður ekki bæði sleppt og haldið. Í ágætri grein Þrastar Eysteinssonar og Arnfrieds Abraham í nýjasta tölublaði Skógræktarritsins kemur fram að vegna áframhaldandi hlýnunar komi aðstæður til skógræktar til með að halda áfram að batna hér á landi. „Gangi spár eftir er líklegt að hægt verði að rækta skóg í allt að 900 metra hæð í lok aldarinnar. Það er bara spurning hvort við höfum vit til að notfæra okkur þessa möguleika,“ segir þar. Eins kemur fram að vilji fólk vita hvernig hér gæti orðið umhorfs í skógum seint á öldinni eigi það að horfa til Edinborgar fremur en Stokkhólms eða Kaupmannahafnar. Þar sé hægt að rækta hundruð tegunda trjáa með góðum árangri. Í Skógræktarritinu kemur líka fram í samantekt Einars Gunnarssonar um skógræktarárið í fyrra að mikill vöxtur sé í margvíslegri starfsemi tengdri skógrækt. Þannig hafi aukist svo mjög viðarsala úr skógum landsins að tala megi um gjörbreytingu. Hún hófst í kjölfar hruns krónunnar og hugarfarsbreytingar sem komið hafi til þegar ekki var lengur óheft framboð af gjaldeyri. „En einnig að ræktaðir skógar eru í vaxandi mæli komnir í þá stærð að grisjun skilar umtalsverðu magni af nýtanlegu timbri.“ Með meiri reynslu og bættu vinnulagi við umhirðu skóga má draga úr hættunni á stormfalli. Ástæðulaust er að ætla annað en að skógrækt geti hér eflst og dafnað, bæði í atvinnuskyni og til fegrunar og aukningar landgæða. En um leið þarf að vera sátt um breytta ásýnd landsins, hvort heldur það er af völdum skóga og hærri trjáa, eða jurta á borð við lúpínu sem notuð er til að græða land svo að þar fái þrifist skógar. Tækifærin virðast mikil, en kalla um leið á að tekist sé á um grundvallaratriði í stefnumótun vegna uppgræðslu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun