Haldið í hefðirnar á Hrafnistu 3. desember 2012 14:00 Ingvar Jakobsson, matreiðslumaður Hrafnistu, segir að margir borði hjá ættingjum um jól en einnig er nokkur fjöldi sem borðar á staðnum. MYND/PJETUR Andrúmsloftið á Hrafnistu í Reykjavík breytist þegar aðventan gengur í garð. Fólk er aldrei of gamalt til að gleðjast yfir jólastemningu. Ingvar Jakobsson, yfirmatreiðslumaður á Hrafnistu, segir að ekkert hefðbundið jólahlaðborð sé á heimilinu en reynt sé að skapa hina einu sönnu jólastemningu. „Salurinn er skreyttur á fallegan hátt en um leið breytist andrúmsloftið. Allir kunna að meta þá ró og frið sem skapast á aðventunni. Við skerum út laufabrauð og steikjum og allir sem treysta sér til eru með í því. Þátttakan hefur verið mjög góð. Einnig bökum við jólasmákökur sem við höfum síðan á borðum í desember," segir Ingvar og bætir við að söngkórar og tónlistarmenn komi gjarnan á aðventunni með skemmtun fyrir heimilismenn. Sömuleiðis komi rithöfundar og lesi upp úr nýjum bókum sínum. „Þá eru alltaf guðsþjónustur reglulega." Hrafnista var í fréttum þegar nýr matsalur, Skálafell, var opnaður þar með vínveitingaleyfi. Ingvar segir að þeirri breytingu hafi verið afar vel tekið. „Gestir eru fjölmargir sem fá sér kaffibolla eða matarbita hér hjá okkur." Ingvar segir að reynt sé að halda í þær hefðir sem viðgangist á íslenskum heimilum. „Skata og saltfiskur er alltaf á borðum á Þorláksmessu. Svínahamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. Allir hafa verið ánægðir með þetta val. Síðan erum við með lambasteik á annan í jólum og lax og fiskrétti milli jóla og nýárs. Margir fara til ættingja um jól en töluverður fjöldi er hjá okkur í mat. Nýi salurinn býður upp á að hafa kabarettborð í desember svo það er aldrei að vita hvað við gerum núna." Þegar Ingvar er spurður hvort heimilisfólk geti þá núna fengið sér rauðvín með jólasteikinni segir hann að það hafi alltaf verið. „Við höfum boðið upp á léttvín á jólum fyrir þá sem vilja." - ea Jólafréttir Mest lesið Ó, Jesúbarn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hafdís Huld syngur Jólin mín Jól Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala Björgvins syngur Ég hlakka svo til í Jólaboði Afa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Ávallt risalamande Jól Rjómalöguð sveppasúpa Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Piparkökuhús Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól
Andrúmsloftið á Hrafnistu í Reykjavík breytist þegar aðventan gengur í garð. Fólk er aldrei of gamalt til að gleðjast yfir jólastemningu. Ingvar Jakobsson, yfirmatreiðslumaður á Hrafnistu, segir að ekkert hefðbundið jólahlaðborð sé á heimilinu en reynt sé að skapa hina einu sönnu jólastemningu. „Salurinn er skreyttur á fallegan hátt en um leið breytist andrúmsloftið. Allir kunna að meta þá ró og frið sem skapast á aðventunni. Við skerum út laufabrauð og steikjum og allir sem treysta sér til eru með í því. Þátttakan hefur verið mjög góð. Einnig bökum við jólasmákökur sem við höfum síðan á borðum í desember," segir Ingvar og bætir við að söngkórar og tónlistarmenn komi gjarnan á aðventunni með skemmtun fyrir heimilismenn. Sömuleiðis komi rithöfundar og lesi upp úr nýjum bókum sínum. „Þá eru alltaf guðsþjónustur reglulega." Hrafnista var í fréttum þegar nýr matsalur, Skálafell, var opnaður þar með vínveitingaleyfi. Ingvar segir að þeirri breytingu hafi verið afar vel tekið. „Gestir eru fjölmargir sem fá sér kaffibolla eða matarbita hér hjá okkur." Ingvar segir að reynt sé að halda í þær hefðir sem viðgangist á íslenskum heimilum. „Skata og saltfiskur er alltaf á borðum á Þorláksmessu. Svínahamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. Allir hafa verið ánægðir með þetta val. Síðan erum við með lambasteik á annan í jólum og lax og fiskrétti milli jóla og nýárs. Margir fara til ættingja um jól en töluverður fjöldi er hjá okkur í mat. Nýi salurinn býður upp á að hafa kabarettborð í desember svo það er aldrei að vita hvað við gerum núna." Þegar Ingvar er spurður hvort heimilisfólk geti þá núna fengið sér rauðvín með jólasteikinni segir hann að það hafi alltaf verið. „Við höfum boðið upp á léttvín á jólum fyrir þá sem vilja." - ea
Jólafréttir Mest lesið Ó, Jesúbarn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hafdís Huld syngur Jólin mín Jól Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala Björgvins syngur Ég hlakka svo til í Jólaboði Afa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Ávallt risalamande Jól Rjómalöguð sveppasúpa Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Piparkökuhús Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól