Rjúpnaveiðitímabilið verður ekki framlengt kristjan@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Rjúpa Rjúpnaveiðar verða ekki framlengdar í ár samkvæmt ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðherra. Fréttablaðið/GVA Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til vegna óveðurs. „Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. „Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir hún. Bergþóra Njála segir að þó að veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. „Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, er afar ósáttur við ákvörðun ráðuneytisins. „Þetta er óbilgirni hjá ráðherra," segir hann. „Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum dögum við núverandi reglugerð ráðherra og auglýsa þá," segir Elvar Árni. „Afstaða Umhverfisstofnunar er skiljanleg að því leyti að hún vill ekki að það sé verið að hringla með fjölda veiðidaga til þess að eiga auðveldara með að leggja mat á áhrif veiðanna. Núverandi fyrirkomulag er samt ekki nema ársgamalt og áhrif skotveiða þetta árið verða alveg örugglega ekki þau sömu og í fyrra þegar það var miklu auðveldara að ganga til veiða," segir Elvar Árni. Samkvæmt reglugerð ráðuneytisins eru rjúpnaveiðar leyfðar níu daga á ári og eru tveir dagar eftir af tímabilinu. Skotvís hefur lagt til tillögur að breyttu veiðistjórnunarkerfi. Fréttir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til vegna óveðurs. „Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. „Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir hún. Bergþóra Njála segir að þó að veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. „Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, er afar ósáttur við ákvörðun ráðuneytisins. „Þetta er óbilgirni hjá ráðherra," segir hann. „Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum dögum við núverandi reglugerð ráðherra og auglýsa þá," segir Elvar Árni. „Afstaða Umhverfisstofnunar er skiljanleg að því leyti að hún vill ekki að það sé verið að hringla með fjölda veiðidaga til þess að eiga auðveldara með að leggja mat á áhrif veiðanna. Núverandi fyrirkomulag er samt ekki nema ársgamalt og áhrif skotveiða þetta árið verða alveg örugglega ekki þau sömu og í fyrra þegar það var miklu auðveldara að ganga til veiða," segir Elvar Árni. Samkvæmt reglugerð ráðuneytisins eru rjúpnaveiðar leyfðar níu daga á ári og eru tveir dagar eftir af tímabilinu. Skotvís hefur lagt til tillögur að breyttu veiðistjórnunarkerfi.
Fréttir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira