Rjúpnaveiðitímabilið verður ekki framlengt kristjan@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Rjúpa Rjúpnaveiðar verða ekki framlengdar í ár samkvæmt ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðherra. Fréttablaðið/GVA Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til vegna óveðurs. „Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. „Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir hún. Bergþóra Njála segir að þó að veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. „Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, er afar ósáttur við ákvörðun ráðuneytisins. „Þetta er óbilgirni hjá ráðherra," segir hann. „Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum dögum við núverandi reglugerð ráðherra og auglýsa þá," segir Elvar Árni. „Afstaða Umhverfisstofnunar er skiljanleg að því leyti að hún vill ekki að það sé verið að hringla með fjölda veiðidaga til þess að eiga auðveldara með að leggja mat á áhrif veiðanna. Núverandi fyrirkomulag er samt ekki nema ársgamalt og áhrif skotveiða þetta árið verða alveg örugglega ekki þau sömu og í fyrra þegar það var miklu auðveldara að ganga til veiða," segir Elvar Árni. Samkvæmt reglugerð ráðuneytisins eru rjúpnaveiðar leyfðar níu daga á ári og eru tveir dagar eftir af tímabilinu. Skotvís hefur lagt til tillögur að breyttu veiðistjórnunarkerfi. Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til vegna óveðurs. „Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. „Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir hún. Bergþóra Njála segir að þó að veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. „Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, er afar ósáttur við ákvörðun ráðuneytisins. „Þetta er óbilgirni hjá ráðherra," segir hann. „Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum dögum við núverandi reglugerð ráðherra og auglýsa þá," segir Elvar Árni. „Afstaða Umhverfisstofnunar er skiljanleg að því leyti að hún vill ekki að það sé verið að hringla með fjölda veiðidaga til þess að eiga auðveldara með að leggja mat á áhrif veiðanna. Núverandi fyrirkomulag er samt ekki nema ársgamalt og áhrif skotveiða þetta árið verða alveg örugglega ekki þau sömu og í fyrra þegar það var miklu auðveldara að ganga til veiða," segir Elvar Árni. Samkvæmt reglugerð ráðuneytisins eru rjúpnaveiðar leyfðar níu daga á ári og eru tveir dagar eftir af tímabilinu. Skotvís hefur lagt til tillögur að breyttu veiðistjórnunarkerfi.
Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira