Eins og svart og hvítt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Fagnað í klefanum Kristinn og Guðjón (til hægri) eru lykilmenn Halmstad. Mynd/Aðsend Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira