Vöknuð, en heldur seint Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð hennar við ásökunum um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan kirkjunnar er á köflum skelfileg lesning. Þótt nefndin taki fram að hlutverk hennar sé ekki að sannprófa frásagnir af brotunum, leikur tæplega vafi á að kaþólskur prestur og skólastjóri Landakotsskóla og kennari við skólann hafi sitt í hvoru lagi og í sameiningu beitt börn í skólanum og í sumarbúðum kirkjunnar grófu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi um áratugaskeið. Stjórnendur og aðrir starfsmenn kirkjunnar brugðust þolendum ofbeldisins. Þótt nefndin segi ekki hægt að álykta að reynt hafi verið að þagga kynferðisbrotin niður, liggur fyrir að margir starfsmenn kirkjunnar, þar með taldir allir biskupar hennar undanfarna áratugi, hafi gerzt sekir um vanrækslu með því að hafa ekki brugðizt við og látið rannsaka ásakanir um ofbeldið. Sá ljóti veruleiki sem nú kemur upp á yfirborðið í kaþólsku kirkjunni á sér margar hliðstæður. Viðlíka afhjúpanir hafa varpað rýrð á orðspor kaþólsku kirkjunnar víða um heim undanfarin ár. Hér á Íslandi er skemmst að minnast niðurstaðna sambærilegrar rannsóknarnefndar, sem tók út viðbrögð þjóðkirkjunnar við ásökunum um kynferðisbrot á hendur fyrrverandi biskupi Íslands og taldi þeim stórlega ábótavant. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að kynferðisbrot séu ekki algengari innan trúfélaga en annars staðar í samfélaginu. Hins vegar geti trúarsannfæring aukið og viðhaldið hættu á ofbeldi og afleiðingar ofbeldis sem beitt er í skjóli trúarbragða geti haft alvarlegri áhrif á þolandann en ella. Samfélagið geri ríkar kröfur til þess að starfshættir trúarsamfélags einkennist af kærleik, virðingu og skilningi og öll viðbrögð við ofbeldi byggist á fagmennsku, réttlæti og sanngirni. Óhætt er að segja að skýrslan sýni fram á að á allt þetta hafi verulega skort í kaþólsku kirkjunni á Íslandi. Þá dregur nefndin það skýrt fram að kirkjan brást of seint við umræðu um kynferðisbrot kirkjunnar manna. „Telja verður að kaþólska kirkjan á Íslandi hafi, um og eftir síðustu aldamót, haft fullt tilefni til að ræða mál um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og að setja sér skýrar reglur um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við hugsanlegum ásökunum," segja nefndarmenn. Skipan nefndarinnar, sem var falið að fá fram frásagnir af kynferðisbrotum innan kirkjunnar og meta viðbrögð við þeim og jafnframt gera tillögur til úrbóta, er að sjálfsögðu jákvætt skref. Pétur Bürcher, biskup kaþólskra, hefur enn fremur beðizt afsökunar fyrir hönd kirkjunnar og boðað að gripið verði til ráðstafana til að fyrirbyggja kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar í framtíðinni. Þetta eru rétt viðbrögð, en koma heldur seint. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að koma hefði mátt í veg fyrir andstyggileg brot gegn börnum ef kirkjan hefði vaknað til vitundar fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð hennar við ásökunum um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan kirkjunnar er á köflum skelfileg lesning. Þótt nefndin taki fram að hlutverk hennar sé ekki að sannprófa frásagnir af brotunum, leikur tæplega vafi á að kaþólskur prestur og skólastjóri Landakotsskóla og kennari við skólann hafi sitt í hvoru lagi og í sameiningu beitt börn í skólanum og í sumarbúðum kirkjunnar grófu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi um áratugaskeið. Stjórnendur og aðrir starfsmenn kirkjunnar brugðust þolendum ofbeldisins. Þótt nefndin segi ekki hægt að álykta að reynt hafi verið að þagga kynferðisbrotin niður, liggur fyrir að margir starfsmenn kirkjunnar, þar með taldir allir biskupar hennar undanfarna áratugi, hafi gerzt sekir um vanrækslu með því að hafa ekki brugðizt við og látið rannsaka ásakanir um ofbeldið. Sá ljóti veruleiki sem nú kemur upp á yfirborðið í kaþólsku kirkjunni á sér margar hliðstæður. Viðlíka afhjúpanir hafa varpað rýrð á orðspor kaþólsku kirkjunnar víða um heim undanfarin ár. Hér á Íslandi er skemmst að minnast niðurstaðna sambærilegrar rannsóknarnefndar, sem tók út viðbrögð þjóðkirkjunnar við ásökunum um kynferðisbrot á hendur fyrrverandi biskupi Íslands og taldi þeim stórlega ábótavant. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að kynferðisbrot séu ekki algengari innan trúfélaga en annars staðar í samfélaginu. Hins vegar geti trúarsannfæring aukið og viðhaldið hættu á ofbeldi og afleiðingar ofbeldis sem beitt er í skjóli trúarbragða geti haft alvarlegri áhrif á þolandann en ella. Samfélagið geri ríkar kröfur til þess að starfshættir trúarsamfélags einkennist af kærleik, virðingu og skilningi og öll viðbrögð við ofbeldi byggist á fagmennsku, réttlæti og sanngirni. Óhætt er að segja að skýrslan sýni fram á að á allt þetta hafi verulega skort í kaþólsku kirkjunni á Íslandi. Þá dregur nefndin það skýrt fram að kirkjan brást of seint við umræðu um kynferðisbrot kirkjunnar manna. „Telja verður að kaþólska kirkjan á Íslandi hafi, um og eftir síðustu aldamót, haft fullt tilefni til að ræða mál um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og að setja sér skýrar reglur um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við hugsanlegum ásökunum," segja nefndarmenn. Skipan nefndarinnar, sem var falið að fá fram frásagnir af kynferðisbrotum innan kirkjunnar og meta viðbrögð við þeim og jafnframt gera tillögur til úrbóta, er að sjálfsögðu jákvætt skref. Pétur Bürcher, biskup kaþólskra, hefur enn fremur beðizt afsökunar fyrir hönd kirkjunnar og boðað að gripið verði til ráðstafana til að fyrirbyggja kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar í framtíðinni. Þetta eru rétt viðbrögð, en koma heldur seint. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að koma hefði mátt í veg fyrir andstyggileg brot gegn börnum ef kirkjan hefði vaknað til vitundar fyrr.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun