Að gefast ekki upp Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. október 2012 08:00 Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokkum kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum. Kannski tengdist það auknu áhugaleysi á slíkri iðju í samfélaginu, eða kannski var það bara persónubundið við innri uppgjöf á því að berjast fyrir því sem er gott og heilbrigt, en niðurstaðan var sú sama; minni áhugi á að bæta samfélagið. Þetta hélst í hendur við dauða hugmyndafræðinnar. Sósíalismi varð skammaryrði og samnefnari við glæpi stjórnvalda austantjaldsríkjanna. Kapítalisminn lýsti yfir sigri og keyrði samfélagið áfram með gróðahyggjuna eina að leiðarljósi. Og svo hrundi allt. Það tók heilt efnahagshrun til að almenningur kæmi þeirri skoðun sinni á framfæri að kannski væri samfélagsskipanin ekki í lagi og að mögulegt væri að breyta henni. Og það var gert með glans; mótmæli hröktu ríkisstjórn frá völdum og kjósendur höfðu færi á að segja hug sinn við kjörborðið. Og um hríð var eins og hugmyndafræðin ætti aftur upp á pallborðið, en aðeins um hríð. Á undraskömmum tíma snerist umræðan upp í krónur, aura, útreikninga lána, kröfur um aðgerðir handa afmörkuðum hópum, útrás og reiði á internetinu. Og þar erum við enn. Þeir sem raunverulega reyna að breyta einhverju í samfélaginu, til dæmis með því að vekja athygli á óréttlæti, eru bannaðir á Facebook. Stjórnmálaumræða snýst um afmarkaðar aðgerðir en ekki eftir hvaða hugmyndafræði samfélagið á að vera strúktúrað. Kannski breytist þetta í kosningabaráttunni, en ekki nema almenningur taki þátt í henni á uppbyggilegan hátt, hafi áhrif á stefnu flokka og kjósi eftir hugmyndum en ekki gylliboðum. Sumt er þess virði að berjast fyrir, þar með talið góð og falleg framtíð. Ekki gefast upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokkum kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum. Kannski tengdist það auknu áhugaleysi á slíkri iðju í samfélaginu, eða kannski var það bara persónubundið við innri uppgjöf á því að berjast fyrir því sem er gott og heilbrigt, en niðurstaðan var sú sama; minni áhugi á að bæta samfélagið. Þetta hélst í hendur við dauða hugmyndafræðinnar. Sósíalismi varð skammaryrði og samnefnari við glæpi stjórnvalda austantjaldsríkjanna. Kapítalisminn lýsti yfir sigri og keyrði samfélagið áfram með gróðahyggjuna eina að leiðarljósi. Og svo hrundi allt. Það tók heilt efnahagshrun til að almenningur kæmi þeirri skoðun sinni á framfæri að kannski væri samfélagsskipanin ekki í lagi og að mögulegt væri að breyta henni. Og það var gert með glans; mótmæli hröktu ríkisstjórn frá völdum og kjósendur höfðu færi á að segja hug sinn við kjörborðið. Og um hríð var eins og hugmyndafræðin ætti aftur upp á pallborðið, en aðeins um hríð. Á undraskömmum tíma snerist umræðan upp í krónur, aura, útreikninga lána, kröfur um aðgerðir handa afmörkuðum hópum, útrás og reiði á internetinu. Og þar erum við enn. Þeir sem raunverulega reyna að breyta einhverju í samfélaginu, til dæmis með því að vekja athygli á óréttlæti, eru bannaðir á Facebook. Stjórnmálaumræða snýst um afmarkaðar aðgerðir en ekki eftir hvaða hugmyndafræði samfélagið á að vera strúktúrað. Kannski breytist þetta í kosningabaráttunni, en ekki nema almenningur taki þátt í henni á uppbyggilegan hátt, hafi áhrif á stefnu flokka og kjósi eftir hugmyndum en ekki gylliboðum. Sumt er þess virði að berjast fyrir, þar með talið góð og falleg framtíð. Ekki gefast upp.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun