Hef ekki gaman af fótbolta lengur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2012 08:00 Veigar Páll segist helst vilja fara í Stjörnuna en hann ætlar að hlusta á tilboð annarra félaga áður en hann ákveður framtíð sína. Mynd/AFP „Það er nú ekki rétt sem kom fram í norskum fjölmiðlum að ég sé að spá í að hætta í fótbolta. Það er samt mikið til í því að ég sé að íhuga að koma heim til Íslands eftir tímabilið. Þar ætla ég að spila fótbolta," sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Hann er búinn að vera atvinnumaður í Noregi og Frakklandi síðustu átta ár. Mikið hefur gengið á hjá honum síðustu misseri. Hann fékk lítið að spila hjá Vålerenga og fór því aftur til Stabæk þar sem honum leið vel. Svo lenti hann í því að vera miðdepillinn í mesta hneykslismáli norska boltans í áraraðir. Veigar gerði reyndar ekkert af sér sjálfur heldur voru það forráðamenn liða sem voru að selja hann milli liða sem gerðu sig seka um glæpsamlegt athæfi. „Það eru margir mismunandi neikvæðir hlutir sem hafa verið í gangi. Það hefur leitt til þess að ég hef misst áhugann sem þarf til þess að vera atvinnumaður. Ástríðan er farin og ég hef ekkert gaman af þessu lengur. Það verður að viðurkennast," sagði Veigar en hann segir að ástandið sé þó mun skárra hjá Stabæk en það var hjá Vålerenga. „Mér finnst ég þurfa að breyta til eftir að hafa verið lengi hérna. Ég tel að með því að fara aftur heim muni ég finna aftur gleðina í boltanum og njóta lífsins á nýjan leik." Framherjinn segir að hann vilji líka koma aftur heim og spila á meðan hann hefur enn eitthvað fram að færa. Hann verður 33 ára á næsta ári. „Þá er ég enn talinn ungur í boltanum og þá gæti ég kannski átt nokkur góð ár eftir heima. Það yrði jákvætt. Ég hef samt ekki alveg ákveðið mig enn þá en líkurnar eru ansi miklar að ég komi heim." Þó svo að Veigar hafi ekki gert neitt af sér í hneykslismálinu þá hefur málið óneitanlega snert hann engu að síður. „Þetta hefur haft áhrif á mig. Þetta er eitt ljótasta mál sem hefur komið upp í norska boltanum. Svo glugga ég í blöðin hérna úti og nánast daglega er mynd af mér og talað um Gunnarsson-málið. Ég hef þurft að fara í yfirheyrslur til lögreglu og þetta hefur skapað vesen sem ég hefði alveg verið til í að vera laus við. Þetta hefur verið hundleiðinlegt." Í stuttu máli snýst málið um söluna á Veigari frá Vålerenga til Stabæk. Vålerenga keypti Veigar Pál frá Stabæk fyrir eina milljón norskra króna. Með í kaupunum fylgdi kaupréttur á fimmtán ára leikmanni sem var metinn á fjórar milljónir. Með því sparaði Stabæk sér að greiða franska félaginu Nancy tvær og hálfa milljón króna sem það hefði þurft að gera hefði Veigar Páll farið á fimm milljónir. Á endanum fékk Nancy bara hálfa milljón. Skrifaði undir samning á klósettpappírVeigar og fjölskylda eru farin að horfa til Íslands og er stemning fyrir því að koma heim. Veigar er uppalinn Garðbæingur en spilaði með KR áður en hann fór út. Hann skrifaði undir óformlegan samning við stuðningsmenn Stjörnunnar í sumar en heldur hann vatni? „Þegar maður skrifar undir samning við Silfurskeiðina þá er víst ekki aftur snúið. Við vorum reyndar allir aðeins í því þannig að ég veit ekki hvort hann heldur," sagði Veigar og hló dátt en sú uppákoma átti sér stað fyrir bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar. „Samningurinn er líka örugglega týndur. Ég held þetta hafi verið skrifað á klósettpappír." Veigar neitar því ekki að óneitanlega sé hann spenntur fyrir því að enda ferilinn hjá uppeldisfélaginu en það sé þó ekki sjálfgefið að hann spili þar. „Það væri mjög gaman og vonandi gengur það. Mig langar mest í Stjörnuna en það er ekki sjálfsagt að ég fari þangað. Ég sætti mig ekkert við tíu krónur á mánuði eða álíka," sagði Veigar en hann hefur ekki heyrt frá öðrum íslenskum félögum. Hann er laus allra mála eftir rúman mánuð og gæti verið byrjaður að æfa með íslensku liði eftir áramót. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
„Það er nú ekki rétt sem kom fram í norskum fjölmiðlum að ég sé að spá í að hætta í fótbolta. Það er samt mikið til í því að ég sé að íhuga að koma heim til Íslands eftir tímabilið. Þar ætla ég að spila fótbolta," sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Hann er búinn að vera atvinnumaður í Noregi og Frakklandi síðustu átta ár. Mikið hefur gengið á hjá honum síðustu misseri. Hann fékk lítið að spila hjá Vålerenga og fór því aftur til Stabæk þar sem honum leið vel. Svo lenti hann í því að vera miðdepillinn í mesta hneykslismáli norska boltans í áraraðir. Veigar gerði reyndar ekkert af sér sjálfur heldur voru það forráðamenn liða sem voru að selja hann milli liða sem gerðu sig seka um glæpsamlegt athæfi. „Það eru margir mismunandi neikvæðir hlutir sem hafa verið í gangi. Það hefur leitt til þess að ég hef misst áhugann sem þarf til þess að vera atvinnumaður. Ástríðan er farin og ég hef ekkert gaman af þessu lengur. Það verður að viðurkennast," sagði Veigar en hann segir að ástandið sé þó mun skárra hjá Stabæk en það var hjá Vålerenga. „Mér finnst ég þurfa að breyta til eftir að hafa verið lengi hérna. Ég tel að með því að fara aftur heim muni ég finna aftur gleðina í boltanum og njóta lífsins á nýjan leik." Framherjinn segir að hann vilji líka koma aftur heim og spila á meðan hann hefur enn eitthvað fram að færa. Hann verður 33 ára á næsta ári. „Þá er ég enn talinn ungur í boltanum og þá gæti ég kannski átt nokkur góð ár eftir heima. Það yrði jákvætt. Ég hef samt ekki alveg ákveðið mig enn þá en líkurnar eru ansi miklar að ég komi heim." Þó svo að Veigar hafi ekki gert neitt af sér í hneykslismálinu þá hefur málið óneitanlega snert hann engu að síður. „Þetta hefur haft áhrif á mig. Þetta er eitt ljótasta mál sem hefur komið upp í norska boltanum. Svo glugga ég í blöðin hérna úti og nánast daglega er mynd af mér og talað um Gunnarsson-málið. Ég hef þurft að fara í yfirheyrslur til lögreglu og þetta hefur skapað vesen sem ég hefði alveg verið til í að vera laus við. Þetta hefur verið hundleiðinlegt." Í stuttu máli snýst málið um söluna á Veigari frá Vålerenga til Stabæk. Vålerenga keypti Veigar Pál frá Stabæk fyrir eina milljón norskra króna. Með í kaupunum fylgdi kaupréttur á fimmtán ára leikmanni sem var metinn á fjórar milljónir. Með því sparaði Stabæk sér að greiða franska félaginu Nancy tvær og hálfa milljón króna sem það hefði þurft að gera hefði Veigar Páll farið á fimm milljónir. Á endanum fékk Nancy bara hálfa milljón. Skrifaði undir samning á klósettpappírVeigar og fjölskylda eru farin að horfa til Íslands og er stemning fyrir því að koma heim. Veigar er uppalinn Garðbæingur en spilaði með KR áður en hann fór út. Hann skrifaði undir óformlegan samning við stuðningsmenn Stjörnunnar í sumar en heldur hann vatni? „Þegar maður skrifar undir samning við Silfurskeiðina þá er víst ekki aftur snúið. Við vorum reyndar allir aðeins í því þannig að ég veit ekki hvort hann heldur," sagði Veigar og hló dátt en sú uppákoma átti sér stað fyrir bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar. „Samningurinn er líka örugglega týndur. Ég held þetta hafi verið skrifað á klósettpappír." Veigar neitar því ekki að óneitanlega sé hann spenntur fyrir því að enda ferilinn hjá uppeldisfélaginu en það sé þó ekki sjálfgefið að hann spili þar. „Það væri mjög gaman og vonandi gengur það. Mig langar mest í Stjörnuna en það er ekki sjálfsagt að ég fari þangað. Ég sætti mig ekkert við tíu krónur á mánuði eða álíka," sagði Veigar en hann hefur ekki heyrt frá öðrum íslenskum félögum. Hann er laus allra mála eftir rúman mánuð og gæti verið byrjaður að æfa með íslensku liði eftir áramót.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira