Spurningarnar sem vantar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. október 2012 06:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn mun þjóðin ekki kjósa um nýja stjórnarskrá, sem hefur verið lögð fyrir hana í fullbúinni mynd. Atkvæðagreiðslan er eingöngu leiðbeinandi fyrir Alþingi, sem mun óhjákvæmilega þurfa að gera breytingar á þeim drögum stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir, sama hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það er ekki heiðarlegt af sumum stjórnlagaráðsmönnum að gefa í skyn að samþykki þjóðin að leggja tillögu stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá, muni hún fara efnislega óbreytt í gegnum Alþingi. Í fyrsta lagi fer það náttúrlega eftir því hvernig þjóðin svarar öðrum efnislegum spurningum á kjörseðlinum hvernig málið þróast. Í öðru lagi á Alþingi enn eftir að sinna þeirri skyldu sinni að rýna drögin efnislega og sníða af þeim ágalla. Í þriðja lagi er spurningalistinn, sem nú er lagður fyrir þjóðina, býsna handahófskenndur og meirihluti Alþingis hefur í raun aldrei rökstutt af hverju þjóðin á að svara þessum spurningum en ekki ýmsum öðrum í þessari stóru skoðanakönnun. Að minnsta kosti tvær spurningar, sem augljóslega áttu að vera á kjörseðlinum, eru ekki þar. Annars vegar er sá þáttur stjórnskipunarinnar, sem helzt hefur verið deilt um bæði fyrir og eftir hrun, hlutverk og valdsvið forsetaembættisins og þá helzt málskotsréttur forsetans. Það er í raun óskiljanlegt að engin spurning þessa efnis skuli vera á kjörseðlinum. Hins vegar hefði verið full ástæða til að spyrja þjóðina álits á þeirri ákvörðun stjórnlagaráðs að gefa svokölluðum efnahags- og félagslegum réttindum stóraukið vægi í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Dæmi um slík réttindi er í 23. grein draga stjórnlagaráðs, þar sem segir að allir eigi „rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er" og að öllum skuli með lögum tryggður „réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu". Réttindi af þessu tagi eru annars eðlis en hin klassísku borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi, til dæmis jafn atkvæðisréttur eða tjáningar- og fundafrelsi, sem snúast fyrst og fremst um að ríkið láti þegnana í friði. Efnahagslegu og félagslegu réttindin snúast um verknaðarskyldur ríkisins gagnvart borgurunum og eru galopin fyrir túlkun. Ætli menn að byggja rétt á þeim fyrir dómstólum eru dómararnir í raun komnir inn á svið sem til þessa hefur tilheyrt stjórnmálunum; til dæmis að kveða upp úr um hversu miklu megi kosta til að allir njóti „fullnægjandi heilbrigðisþjónustu". Í ljósi þess að mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður 1995 og þá var þverpólitísk sátt um að halda sig fyrst og fremst við hin klassísku mannréttindi, hefði verið full ástæða til að spyrja þjóðina álits á þessum þætti draga stjórnlagaráðs. Þeir sem hefðu viljað fá að svara til dæmis þessum tveimur spurningum en fá ekki eru líklegri til að segja nei við tillögum stjórnlagaráðs í heild en ella. Það er ekki ástæða til annars en að hvetja fólk til að mæta á kjörstað á laugardaginn. Kosningaréttinn á alltaf að nota. En kjósendur verða að vera meðvitaðir um að atkvæði þeirra er eingöngu til leiðbeiningar fyrir Alþingi – og veitir meira að segja fremur takmarkaða leiðsögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn mun þjóðin ekki kjósa um nýja stjórnarskrá, sem hefur verið lögð fyrir hana í fullbúinni mynd. Atkvæðagreiðslan er eingöngu leiðbeinandi fyrir Alþingi, sem mun óhjákvæmilega þurfa að gera breytingar á þeim drögum stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir, sama hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það er ekki heiðarlegt af sumum stjórnlagaráðsmönnum að gefa í skyn að samþykki þjóðin að leggja tillögu stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá, muni hún fara efnislega óbreytt í gegnum Alþingi. Í fyrsta lagi fer það náttúrlega eftir því hvernig þjóðin svarar öðrum efnislegum spurningum á kjörseðlinum hvernig málið þróast. Í öðru lagi á Alþingi enn eftir að sinna þeirri skyldu sinni að rýna drögin efnislega og sníða af þeim ágalla. Í þriðja lagi er spurningalistinn, sem nú er lagður fyrir þjóðina, býsna handahófskenndur og meirihluti Alþingis hefur í raun aldrei rökstutt af hverju þjóðin á að svara þessum spurningum en ekki ýmsum öðrum í þessari stóru skoðanakönnun. Að minnsta kosti tvær spurningar, sem augljóslega áttu að vera á kjörseðlinum, eru ekki þar. Annars vegar er sá þáttur stjórnskipunarinnar, sem helzt hefur verið deilt um bæði fyrir og eftir hrun, hlutverk og valdsvið forsetaembættisins og þá helzt málskotsréttur forsetans. Það er í raun óskiljanlegt að engin spurning þessa efnis skuli vera á kjörseðlinum. Hins vegar hefði verið full ástæða til að spyrja þjóðina álits á þeirri ákvörðun stjórnlagaráðs að gefa svokölluðum efnahags- og félagslegum réttindum stóraukið vægi í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Dæmi um slík réttindi er í 23. grein draga stjórnlagaráðs, þar sem segir að allir eigi „rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er" og að öllum skuli með lögum tryggður „réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu". Réttindi af þessu tagi eru annars eðlis en hin klassísku borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi, til dæmis jafn atkvæðisréttur eða tjáningar- og fundafrelsi, sem snúast fyrst og fremst um að ríkið láti þegnana í friði. Efnahagslegu og félagslegu réttindin snúast um verknaðarskyldur ríkisins gagnvart borgurunum og eru galopin fyrir túlkun. Ætli menn að byggja rétt á þeim fyrir dómstólum eru dómararnir í raun komnir inn á svið sem til þessa hefur tilheyrt stjórnmálunum; til dæmis að kveða upp úr um hversu miklu megi kosta til að allir njóti „fullnægjandi heilbrigðisþjónustu". Í ljósi þess að mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður 1995 og þá var þverpólitísk sátt um að halda sig fyrst og fremst við hin klassísku mannréttindi, hefði verið full ástæða til að spyrja þjóðina álits á þessum þætti draga stjórnlagaráðs. Þeir sem hefðu viljað fá að svara til dæmis þessum tveimur spurningum en fá ekki eru líklegri til að segja nei við tillögum stjórnlagaráðs í heild en ella. Það er ekki ástæða til annars en að hvetja fólk til að mæta á kjörstað á laugardaginn. Kosningaréttinn á alltaf að nota. En kjósendur verða að vera meðvitaðir um að atkvæði þeirra er eingöngu til leiðbeiningar fyrir Alþingi – og veitir meira að segja fremur takmarkaða leiðsögn.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun