Best of 2012 haldið í Höllinni 16. október 2012 16:42 Moses Hightower spilar í fyrsta sinn í Laugardalshöll í desember. fréttablaðið/anton "Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð," segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Mörg af stærstu nöfnum ársins í tónlistinni koma saman í Laugardalshöll miðvikudaginn 19. desember þegar blásið verður til tónlistarveislunnar Best of 2012. Fram koma Ásgeir Trausti, sem hefur slegið í gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn, Hjálmar, sem hafa ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma, hljómsveitin Valdimar sem sendir frá sér nýtt efni á næstunni, Moses Hightower sem nýlega gaf út sína aðra plötu, og Kiriyama Family sem sló í gegn með laginu Weekends í sumar og nú síðast laginu Heal. Þetta verða aðrir tónleikarnir á skömmum tíma sem Moses Hightower og Ásgeir Trausti spila á því fimm dögum áður verða þeir í Háskólabíói. "Ég held að hvort tveggja verði bara rosalega gaman," segir Steingrímur Karl en Ásgeir hitaði einmitt upp fyrir Moses á útgáfutónleikum þeirra. Aðspurður segist hann mjög ánægður með viðtökurnar við nýjustu plötu Moses, Önnur Mósebók. Hún kom einnig út á vínyl og var því fagnað með óvæntum tónleikum í Lucky Records við Hverfisgötu á mánudag. "Lucky Records er vagga vínylsins og þetta var mjög gaman." Forsala aðgöngumiða á Best of 2012 fer fram á Midi.is og hefst hún á hádegi 1. nóvember. -fb Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
"Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð," segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Mörg af stærstu nöfnum ársins í tónlistinni koma saman í Laugardalshöll miðvikudaginn 19. desember þegar blásið verður til tónlistarveislunnar Best of 2012. Fram koma Ásgeir Trausti, sem hefur slegið í gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn, Hjálmar, sem hafa ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma, hljómsveitin Valdimar sem sendir frá sér nýtt efni á næstunni, Moses Hightower sem nýlega gaf út sína aðra plötu, og Kiriyama Family sem sló í gegn með laginu Weekends í sumar og nú síðast laginu Heal. Þetta verða aðrir tónleikarnir á skömmum tíma sem Moses Hightower og Ásgeir Trausti spila á því fimm dögum áður verða þeir í Háskólabíói. "Ég held að hvort tveggja verði bara rosalega gaman," segir Steingrímur Karl en Ásgeir hitaði einmitt upp fyrir Moses á útgáfutónleikum þeirra. Aðspurður segist hann mjög ánægður með viðtökurnar við nýjustu plötu Moses, Önnur Mósebók. Hún kom einnig út á vínyl og var því fagnað með óvæntum tónleikum í Lucky Records við Hverfisgötu á mánudag. "Lucky Records er vagga vínylsins og þetta var mjög gaman." Forsala aðgöngumiða á Best of 2012 fer fram á Midi.is og hefst hún á hádegi 1. nóvember. -fb
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira