Geðveikt fólk er ekki alltaf brjálað Sunna Valgerðardóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Ásta segir álagið á starfsfólk geðdeildanna bitna líka á sjúklingum og telur frekari aðskilnað vera stórt skref í rétta átt. Hún dvelur nú á Hringbraut í fimmta sinn og segist finna mun á starfsfólki eftir niðurskurðinn. Fréttablaðið/Vilhelm Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu. Ásta María Jensen dvelur nú á geðdeild Landspítalans (LSH) í fimmta sinn. Hún er með geðhvarfaklofa, sjúkdóm sem skilgreindur er sem geðhvörf með geðklofaeinkennum. Hún veiktist fyrst árið 1996, þá rúmlega þrítug, þegar hún stóð í erfiðum skilnaði við fyrrverandi manninn sinn sem var mikill alkóhólisti og beitti hana ofbeldi. Hún átti þá tvö börn, tveggja og þriggja ára, og allt álagið varð til þess að hún hrundi saman. Nú er Ásta þriggja barna móðir, en yngsta barn hennar er fætt árið 1999 og er með Downs-heilkenni. Þegar drengurinn fæddist hafði hún verið einkennalaus af sjúkdómnum í þrjú ár, en hún veiktist fyrst aftur á síðasta ári. Að hennar mati er nauðsynlegt að skilja ólíka sjúklinga betur að á geðdeildum LSH. Póstar frá Stephen Hawking"Í fyrsta sinn var ég í sjö vikur inni á deild, þar af í miklu geðrofi í tvær vikur. Það var sennilega alvarlegasta tilfellið," segir hún. Ásta tekur sjúkdóm sinn ekki of alvarlega og vill tala opinskátt um einkennin sem honum fylgja. Hún segir til dæmis frá því að hún tali alltaf ensku þegar hún fer í geðrof. "Það er rosalega furðulegt. Allir reyna að láta mig tala íslensku, en ég get bara talað ensku. Svo upplifi ég mig ofboðslega mikilvæga því ég sé í beinu sambandi við einhverjar frægar persónur. Síðast heyrði ég bæði raddir og fékk tölvupósta frá Stephen Hawking, sem er vægast sagt mjög sérstakt. Hálfgert mikilmennskubrjálæði." Meiri aðskilnaður nauðsynlegurGeðdeild LSH við Hringbraut.Ásta segir það mikinn ókost hversu blandaðar deildirnar á Hringbraut séu. Geðsjúkdómar hafi í för með sér ólík einkenni sem að hennar mati passa oftast illa saman. "Við maníusjúklingarnir gerum okkur enga grein fyrir því hvað við erum háværir. Með okkur geta svo verið afskaplega veikir geðklofasjúklingar sem geta ekki tjáð sig og jafnvel látið sér detta í hug að berja einhvern. Svo hef ég verið inni á deild í þunglyndi og man hvaða áhrif hávaði hafði á mig þá. Því get ég alveg ímyndað mér að þegar ég er í maníu, dansandi um gólfin, rosalega kát og jafnvel syngjandi jólalög, að fólki geti liðið illa," segir hún. Vissulega eigi þó ekki að skilja sjúklinga algjörlega að því samskipti séu nauðsynlegur spegill. "En með því að aðskilja betur gæti fólk hvílt sig, verið andvaka og hlustað á raddir – hvert í sínu horni. Og þeir sem eru hættulegir gætu svo verið afsíðis í sínum heimi þar til þeir eru orðnir nægilega frískir til að koma á hinar deildirnar." Bitnar á sjúklingumEngum blöðum er um það að fletta að niðurskurður til Landspítalans síðustu ár hefur haft áhrif, bæði á starfsfólk og sjúklinga. Þó almenn ánægja sé með aðbúnaðinn meðal sjúklinga, þá má margt betur fara, að mati Ástu. Hún ítrekar þó að starfsfólkið sé mjög gott og henni líði almennt vel þegar hún dvelur á deildinni. "Mér líður alltaf vel hérna og það væri engan veginn líft fyrir mig ef ég væri einhvers staðar utan spítala í mínum veikindum. Auðvitað líður mér illa fyrst þegar ég kem inn, því þá átta ég mig á því að ég er orðin veik, en það er alltaf tekið vel á móti mér. Manni líður eins og maður megi vera til." Aldrei séð fólkið eins þreyttEins og áður sagði hefur Ásta legið í fimm skipti á geðdeild LSH. Hún merkir breytingar á líðan starfsfólksins á milli ára og segir álagið hafa aukist. Að hennar mati þarf að auka mannskapinn á deildinni, þar sem álagið sé farið að bitna á sjúklingum, sem og starfsfólkinu sjálfu. "Ég hef aldrei séð fólkið eins þreytt og núna. Þó þau bíti á jaxlinn sé ég að þau eru örmagna. Þetta var þó skömminni skárra þegar ég kom í fyrra, en nú er þetta orðin bilun. Stjórnvöld verða aðeins að hugsa sinn gang áður en það er skorið svona mikið niður." Það tekur enginn til í maníuÁsta finnur fyrir miklum fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði hjá sjálfri sér og samfélaginu. "Ég hef ofboðslega fordóma fyrir sjálfri mér, ég viðurkenni það. Mér finnst ekkert gaman að vera svona, mér finnst það asnalegt. Auðvitað langar mig að vera heilbrigð. En ég sé líka að ég hef það ekkert verra en margir aðrir," segir Ásta. Hún segir fordóma sérstaklega fyrirfinnast í misnotkun hugtaka yfir geðsjúkdóma og fatlanir. Því verði að breyta. "Manneskja sem hegðar sér bjánalega er "geðveik" eða hún tók til heima hjá sér vegna þess að hún var í "maníu". Ég get fullyrt að manneskja í maníu er ekkert að taka til, hún er einhvers staðar úti að halda að hún sé að bjarga heiminum. Fólk verður að venja sig af þessari orðanotkun." Við erum ekki alltaf veikÞegar dóttir Ástu var í grunnskóla var sú spurning lögð fyrir bekkinn hennar hvort einhver gæti hugsað sér að búa við hliðina á geðsjúkri manneskju. Dóttir Ástu var sú eina sem rétti upp hönd. "Hún orðaði þetta svo vel. Hún sagði við kennarann: "Geðveikt fólk þarf ekki að vera brjálað." Fólk heldur nefnilega að maður sé alltaf veikur og ekkert sé að marka sem maður segir. En við erum ekki alltaf veik. En þegar við erum það, þarf samfélagið að sýna okkur þolinmæði og gefa okkur leyfi til þess." Kona með alvarlegt þunglyndi gagnrýnir aðbúnað harðlegaKona á fertugsaldri greinir frá reynslu sinni af geðdeild. Hún greindist með alvarlegt þunglyndi 2004. "Ég var lögð inn snemma á síðasta ári í þriðja sinn. Fyrstu tvö skiptin hafði ég einfaldlega útskrifað sjálfa mig of snemma vegna vangetu minnar til að takast á við veikindi þeirra sjúklinga sem lagðir voru inn á herbergi með mér. Þegar ég átti að fá þriðja herbergisfélagann á meðan ég lá á spítalanum fór ég og bjó um mig inni á pínulitlu, gluggalausu sturtuherbergi og bað um að fá að sofa þar á meðan ég jafnaði mig. Fyrri sjúklingarnir tveir voru annars vegar ung stúlka litlu eldri en elsta barnið mitt og hins vegar kona á aldur við móður mína. Ég var byrjuð að gefa stúlkunni móðurlegar ráðleggingar og hlusta á hennar sögu áður en hún var útskrifuð. Svo þurfti ég að halda uppi samræðum við eldri konuna á meðan hún stóð nakin að neðan fyrir framan sjúkrarúmið mitt og sýndi mér prjónaskapinn sinn. Það er óþarfi að taka það fram að þetta voru aðstæður sem mér hefði þótt erfitt að takast á við heilbrigðri og eins veik og ég var voru þetta óbærilegar kringumstæður. Að vera lagður inn fársjúkur af geðsjúkdómi veldur ólýsanlegum sársauka. Að þurfa að deila herbergi með öðrum veikum sjúklingum er einfaldlega ómanneskjulegt. Við sem glímum við geðsjúkdóma höfum sjaldnast rödd eða getu til að bera hönd fyrir höfuð okkar. Ég hef verið í bata í tæp tvö ár og hét sjálfri mér því að vera rödd þessa sjúklingahóps ef ég fengi tækifæri til. Þessu lofaði ég mér daginn sem ég bjó um mig í gluggalausri kompu inni á 32C, með þeim litlu kröftum sem ég hafði eftir samskiptin við sambýlinga mína á deildinni.“ Kleppur í 100 ár - Sjúklingur hefur orðið: Liðlega fertug kona úr Reykjavík - 1987"Hún sagði að sér liði alltaf illa ef hún hugsaði um Klepp. Á þessum tíma var hún mjög veik og starfsfólkið kom illa fram við hana. Starfsfólk og deildarstjóri báðust síðar afsökunar á framkomu sinni. Hún kveikti í rúmdýnu og var eftir það látin sofa dýnulaus. Allt var tæmt út úr herberginu. Henni var haldið niðri, neglur klipptar, koddi settur yfir vit hennar í fjölmörgum átökum. Hún var um tíma í hjólastól en starfsmenn neituðu að ýta henni. Einn starfsmaður var sífellt að klípa hana. Ef hún fór ekki eftir reglum deildarinnar var hún send í þriggja daga rúmlegu, sígarettulaus og heimsóknir bannaðar. Eftir sjálfsvígstilraunir á deildinni, sem voru margar, var hún alltaf sett í einangrun. Segist hafa sætt ótrúlegri meðferð. Vill ekki vera lögð inn á Klepp aftur, "þótt mér væri borgað fyrir það“.“ Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár.Geðklofi Einkenni geðklofa koma oftast fyrst fram hjá körlum á aldrinum 15 til 25 ára og hjá konum á aldrinum 20 til 30 ára. Sjúkdómurinn er jafn tíður hjá konum og körlum, en algengi er tæplega eitt prósent. Talið er að hérlendis veikist um 160 til 180 nýir sjúklingar af geðklofa á ári hverju. Meðal einkenna geðklofa: -Ranghugmyndir -Ofsóknarbrjálæði -Ofskynjanir -Tilfinningadoði -Truflun á sjálfsmati -RaunveruleikafirringGeðhvörf Algengast er að fyrstu einkenni komi fram á aldrinum 16 til 25 ára. Líkur á að einstaklingur fái geðhvörf eru um eitt prósent. Sjúkdómurinn er örlítið algengari meðal kvenna en karla. Einkenni geðhvarfa eru sveiflur á milli oflætis (maníu) og þunglyndis, geðhæðar og geðlægðar. Í um 60 til 70% tilfella fylgjast oflæti og þunglyndi að og upplifir einstaklingur því tilfinningalegan rússíbana á skömmum tíma. Meðal einkenna örlyndis (maníu): -Minnkuð svefnþörf -Aukin vellíðan -Stutt skil á milli gleði og reiði -Sterk raddbeiting, hratt tal -Háar hugmyndir -Minnkuð dómgreind Meðal einkenna þunglyndis: -Þreyta og/eða líkamlegir verkir -Skortur á frumkvæði -Erfiðleikar með að taka ákvarðanir -Pirringur og reiði -Svefntruflanir -Sjálfsvígshugsanir Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00 Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu. Ásta María Jensen dvelur nú á geðdeild Landspítalans (LSH) í fimmta sinn. Hún er með geðhvarfaklofa, sjúkdóm sem skilgreindur er sem geðhvörf með geðklofaeinkennum. Hún veiktist fyrst árið 1996, þá rúmlega þrítug, þegar hún stóð í erfiðum skilnaði við fyrrverandi manninn sinn sem var mikill alkóhólisti og beitti hana ofbeldi. Hún átti þá tvö börn, tveggja og þriggja ára, og allt álagið varð til þess að hún hrundi saman. Nú er Ásta þriggja barna móðir, en yngsta barn hennar er fætt árið 1999 og er með Downs-heilkenni. Þegar drengurinn fæddist hafði hún verið einkennalaus af sjúkdómnum í þrjú ár, en hún veiktist fyrst aftur á síðasta ári. Að hennar mati er nauðsynlegt að skilja ólíka sjúklinga betur að á geðdeildum LSH. Póstar frá Stephen Hawking"Í fyrsta sinn var ég í sjö vikur inni á deild, þar af í miklu geðrofi í tvær vikur. Það var sennilega alvarlegasta tilfellið," segir hún. Ásta tekur sjúkdóm sinn ekki of alvarlega og vill tala opinskátt um einkennin sem honum fylgja. Hún segir til dæmis frá því að hún tali alltaf ensku þegar hún fer í geðrof. "Það er rosalega furðulegt. Allir reyna að láta mig tala íslensku, en ég get bara talað ensku. Svo upplifi ég mig ofboðslega mikilvæga því ég sé í beinu sambandi við einhverjar frægar persónur. Síðast heyrði ég bæði raddir og fékk tölvupósta frá Stephen Hawking, sem er vægast sagt mjög sérstakt. Hálfgert mikilmennskubrjálæði." Meiri aðskilnaður nauðsynlegurGeðdeild LSH við Hringbraut.Ásta segir það mikinn ókost hversu blandaðar deildirnar á Hringbraut séu. Geðsjúkdómar hafi í för með sér ólík einkenni sem að hennar mati passa oftast illa saman. "Við maníusjúklingarnir gerum okkur enga grein fyrir því hvað við erum háværir. Með okkur geta svo verið afskaplega veikir geðklofasjúklingar sem geta ekki tjáð sig og jafnvel látið sér detta í hug að berja einhvern. Svo hef ég verið inni á deild í þunglyndi og man hvaða áhrif hávaði hafði á mig þá. Því get ég alveg ímyndað mér að þegar ég er í maníu, dansandi um gólfin, rosalega kát og jafnvel syngjandi jólalög, að fólki geti liðið illa," segir hún. Vissulega eigi þó ekki að skilja sjúklinga algjörlega að því samskipti séu nauðsynlegur spegill. "En með því að aðskilja betur gæti fólk hvílt sig, verið andvaka og hlustað á raddir – hvert í sínu horni. Og þeir sem eru hættulegir gætu svo verið afsíðis í sínum heimi þar til þeir eru orðnir nægilega frískir til að koma á hinar deildirnar." Bitnar á sjúklingumEngum blöðum er um það að fletta að niðurskurður til Landspítalans síðustu ár hefur haft áhrif, bæði á starfsfólk og sjúklinga. Þó almenn ánægja sé með aðbúnaðinn meðal sjúklinga, þá má margt betur fara, að mati Ástu. Hún ítrekar þó að starfsfólkið sé mjög gott og henni líði almennt vel þegar hún dvelur á deildinni. "Mér líður alltaf vel hérna og það væri engan veginn líft fyrir mig ef ég væri einhvers staðar utan spítala í mínum veikindum. Auðvitað líður mér illa fyrst þegar ég kem inn, því þá átta ég mig á því að ég er orðin veik, en það er alltaf tekið vel á móti mér. Manni líður eins og maður megi vera til." Aldrei séð fólkið eins þreyttEins og áður sagði hefur Ásta legið í fimm skipti á geðdeild LSH. Hún merkir breytingar á líðan starfsfólksins á milli ára og segir álagið hafa aukist. Að hennar mati þarf að auka mannskapinn á deildinni, þar sem álagið sé farið að bitna á sjúklingum, sem og starfsfólkinu sjálfu. "Ég hef aldrei séð fólkið eins þreytt og núna. Þó þau bíti á jaxlinn sé ég að þau eru örmagna. Þetta var þó skömminni skárra þegar ég kom í fyrra, en nú er þetta orðin bilun. Stjórnvöld verða aðeins að hugsa sinn gang áður en það er skorið svona mikið niður." Það tekur enginn til í maníuÁsta finnur fyrir miklum fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði hjá sjálfri sér og samfélaginu. "Ég hef ofboðslega fordóma fyrir sjálfri mér, ég viðurkenni það. Mér finnst ekkert gaman að vera svona, mér finnst það asnalegt. Auðvitað langar mig að vera heilbrigð. En ég sé líka að ég hef það ekkert verra en margir aðrir," segir Ásta. Hún segir fordóma sérstaklega fyrirfinnast í misnotkun hugtaka yfir geðsjúkdóma og fatlanir. Því verði að breyta. "Manneskja sem hegðar sér bjánalega er "geðveik" eða hún tók til heima hjá sér vegna þess að hún var í "maníu". Ég get fullyrt að manneskja í maníu er ekkert að taka til, hún er einhvers staðar úti að halda að hún sé að bjarga heiminum. Fólk verður að venja sig af þessari orðanotkun." Við erum ekki alltaf veikÞegar dóttir Ástu var í grunnskóla var sú spurning lögð fyrir bekkinn hennar hvort einhver gæti hugsað sér að búa við hliðina á geðsjúkri manneskju. Dóttir Ástu var sú eina sem rétti upp hönd. "Hún orðaði þetta svo vel. Hún sagði við kennarann: "Geðveikt fólk þarf ekki að vera brjálað." Fólk heldur nefnilega að maður sé alltaf veikur og ekkert sé að marka sem maður segir. En við erum ekki alltaf veik. En þegar við erum það, þarf samfélagið að sýna okkur þolinmæði og gefa okkur leyfi til þess." Kona með alvarlegt þunglyndi gagnrýnir aðbúnað harðlegaKona á fertugsaldri greinir frá reynslu sinni af geðdeild. Hún greindist með alvarlegt þunglyndi 2004. "Ég var lögð inn snemma á síðasta ári í þriðja sinn. Fyrstu tvö skiptin hafði ég einfaldlega útskrifað sjálfa mig of snemma vegna vangetu minnar til að takast á við veikindi þeirra sjúklinga sem lagðir voru inn á herbergi með mér. Þegar ég átti að fá þriðja herbergisfélagann á meðan ég lá á spítalanum fór ég og bjó um mig inni á pínulitlu, gluggalausu sturtuherbergi og bað um að fá að sofa þar á meðan ég jafnaði mig. Fyrri sjúklingarnir tveir voru annars vegar ung stúlka litlu eldri en elsta barnið mitt og hins vegar kona á aldur við móður mína. Ég var byrjuð að gefa stúlkunni móðurlegar ráðleggingar og hlusta á hennar sögu áður en hún var útskrifuð. Svo þurfti ég að halda uppi samræðum við eldri konuna á meðan hún stóð nakin að neðan fyrir framan sjúkrarúmið mitt og sýndi mér prjónaskapinn sinn. Það er óþarfi að taka það fram að þetta voru aðstæður sem mér hefði þótt erfitt að takast á við heilbrigðri og eins veik og ég var voru þetta óbærilegar kringumstæður. Að vera lagður inn fársjúkur af geðsjúkdómi veldur ólýsanlegum sársauka. Að þurfa að deila herbergi með öðrum veikum sjúklingum er einfaldlega ómanneskjulegt. Við sem glímum við geðsjúkdóma höfum sjaldnast rödd eða getu til að bera hönd fyrir höfuð okkar. Ég hef verið í bata í tæp tvö ár og hét sjálfri mér því að vera rödd þessa sjúklingahóps ef ég fengi tækifæri til. Þessu lofaði ég mér daginn sem ég bjó um mig í gluggalausri kompu inni á 32C, með þeim litlu kröftum sem ég hafði eftir samskiptin við sambýlinga mína á deildinni.“ Kleppur í 100 ár - Sjúklingur hefur orðið: Liðlega fertug kona úr Reykjavík - 1987"Hún sagði að sér liði alltaf illa ef hún hugsaði um Klepp. Á þessum tíma var hún mjög veik og starfsfólkið kom illa fram við hana. Starfsfólk og deildarstjóri báðust síðar afsökunar á framkomu sinni. Hún kveikti í rúmdýnu og var eftir það látin sofa dýnulaus. Allt var tæmt út úr herberginu. Henni var haldið niðri, neglur klipptar, koddi settur yfir vit hennar í fjölmörgum átökum. Hún var um tíma í hjólastól en starfsmenn neituðu að ýta henni. Einn starfsmaður var sífellt að klípa hana. Ef hún fór ekki eftir reglum deildarinnar var hún send í þriggja daga rúmlegu, sígarettulaus og heimsóknir bannaðar. Eftir sjálfsvígstilraunir á deildinni, sem voru margar, var hún alltaf sett í einangrun. Segist hafa sætt ótrúlegri meðferð. Vill ekki vera lögð inn á Klepp aftur, "þótt mér væri borgað fyrir það“.“ Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár.Geðklofi Einkenni geðklofa koma oftast fyrst fram hjá körlum á aldrinum 15 til 25 ára og hjá konum á aldrinum 20 til 30 ára. Sjúkdómurinn er jafn tíður hjá konum og körlum, en algengi er tæplega eitt prósent. Talið er að hérlendis veikist um 160 til 180 nýir sjúklingar af geðklofa á ári hverju. Meðal einkenna geðklofa: -Ranghugmyndir -Ofsóknarbrjálæði -Ofskynjanir -Tilfinningadoði -Truflun á sjálfsmati -RaunveruleikafirringGeðhvörf Algengast er að fyrstu einkenni komi fram á aldrinum 16 til 25 ára. Líkur á að einstaklingur fái geðhvörf eru um eitt prósent. Sjúkdómurinn er örlítið algengari meðal kvenna en karla. Einkenni geðhvarfa eru sveiflur á milli oflætis (maníu) og þunglyndis, geðhæðar og geðlægðar. Í um 60 til 70% tilfella fylgjast oflæti og þunglyndi að og upplifir einstaklingur því tilfinningalegan rússíbana á skömmum tíma. Meðal einkenna örlyndis (maníu): -Minnkuð svefnþörf -Aukin vellíðan -Stutt skil á milli gleði og reiði -Sterk raddbeiting, hratt tal -Háar hugmyndir -Minnkuð dómgreind Meðal einkenna þunglyndis: -Þreyta og/eða líkamlegir verkir -Skortur á frumkvæði -Erfiðleikar með að taka ákvarðanir -Pirringur og reiði -Svefntruflanir -Sjálfsvígshugsanir
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00 Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00
Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01
Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01
Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00
Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00