"Við erum öll nágrannar“ Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:01 Verðlaunahafar hrósuðu margir Jóni Gnarr borgarstjóra fyrir opnunarræðu hans við veitingu friðarverðlauna LennonOno. Lengst til vinstri eru foreldrar Rachel Corrie, Cindy og Craig, þeim við hlið Carol Blue Hitchens (ekkja Christophers Hitchens), svo John Perkins, hagfræðingur og rithöfundur, þá tónlistarkonurnar Lady Gaga og Yoko Ono. Jón Gnarr er í púltinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann. Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann.
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira