Sáttafarvegurinn virkjaður á ný Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. október 2012 06:00 Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn. Með vinnu verkefnisstjórnarinnar var raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum. Þeir voru metnir út frá gríðarlega miklum gögnum, sem fjórir undirhópar höfðu yfirfarið og rannsakað. Forgangsröðin var meðal annars unnin út frá sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, efnahags- og samfélagsáhrifa, ferðamennsku og verndar fornleifa og menningarminja. Hugsunin að baki þessari miklu vinnu var frá upphafi að leggja vandaðan grunn að stefnumörkun um hvar ætti að virkja og hvaða svæði ætti að vernda. Með því að vinna málið með þessum hætti mætti stuðla að breiðri sátt um það. Áformað var að rammaáætlun yrði afgreidd sem ályktun frá Alþingi fyrir febrúarbyrjun á þessu ári. Það hefur enn ekki gerzt, aðallega vegna þess að málið varð fljótlega svo umdeilt innan stjórnarflokkanna að þingsályktunartillagan kom ekki fram á þinginu fyrr en seint og um síðir. Þá var, fyrst og fremst að kröfu Vinstri grænna, búið að víkja í veigamiklum atriðum frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórnin hafði lagt til; setja til dæmis virkjanakostina í neðrihluta Þjórsár, sem verkefnisstjórninni þóttu meðal þeirra vænlegustu, í svokallaðan biðflokk í stað nýtingarflokks. Það varð í raun ljóst strax þegar málið lokaðist inni í karpi stjórnarflokkanna að það var farið í pólitískan farveg, í stað þess að láta vísindaleg gögn og faglegt mat ráða ferðinni. Um leið var búið að kippa grundvellinum undan hinni breiðu sátt. Stjórnarmeirihlutinn heldur samt sínu striki og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur mælt fyrir tillögu um rammaáætlunina óbreyttri. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Að keyra málið þannig í gegn myndi þýða að búið væri að eyðileggja þá gríðarlegu vinnu sem unnin hefur verið í áratugi til að takast megi að ljúka því í sátt. Um leið væri opnað fyrir þann möguleika að næsta ríkisstjórn, eða þarnæsta, liti sömuleiðis á rammaáætlunina sem tæki til að ná fram ýtrustu pólitísku markmiðum og gerði breytingar eftir sínu höfði. Það væri óþolandi staða, jafnt fyrir þá sem vilja draga línur til verndar verðmætum náttúrusvæðum og fyrir hina, sem vilja einhvern fyrirsjáanleika í því hvar má virkja á næstu áratugum. Sjálfstæðismenn á þingi hafa lagt fram frumvarp, þar sem lagt er til að málið verði tekið úr þeim pólitíska farvegi sem það er komið í og verkefnisstjórninni þess í stað fengið það verkefni að gera sjálf tillögu um hvernig eigi að flokka virkjanakostina í verndar-, nýtingar- og biðflokk. Þetta er skynsamleg tillaga, því að hún getur stuðlað að því að beina málinu aftur í sáttafarveg. Þá verða menn auðvitað líka að meina það sem þeir segja; að þeir séu reiðubúnir að una því sem verkefnisstjórnin leggur til. Stjórnarmeirihlutinn ætti að taka undir þessa tillögu, því að hann er búinn að klúðra málinu þannig að það verður aldrei breið sátt um það í núverandi mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn. Með vinnu verkefnisstjórnarinnar var raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum. Þeir voru metnir út frá gríðarlega miklum gögnum, sem fjórir undirhópar höfðu yfirfarið og rannsakað. Forgangsröðin var meðal annars unnin út frá sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, efnahags- og samfélagsáhrifa, ferðamennsku og verndar fornleifa og menningarminja. Hugsunin að baki þessari miklu vinnu var frá upphafi að leggja vandaðan grunn að stefnumörkun um hvar ætti að virkja og hvaða svæði ætti að vernda. Með því að vinna málið með þessum hætti mætti stuðla að breiðri sátt um það. Áformað var að rammaáætlun yrði afgreidd sem ályktun frá Alþingi fyrir febrúarbyrjun á þessu ári. Það hefur enn ekki gerzt, aðallega vegna þess að málið varð fljótlega svo umdeilt innan stjórnarflokkanna að þingsályktunartillagan kom ekki fram á þinginu fyrr en seint og um síðir. Þá var, fyrst og fremst að kröfu Vinstri grænna, búið að víkja í veigamiklum atriðum frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórnin hafði lagt til; setja til dæmis virkjanakostina í neðrihluta Þjórsár, sem verkefnisstjórninni þóttu meðal þeirra vænlegustu, í svokallaðan biðflokk í stað nýtingarflokks. Það varð í raun ljóst strax þegar málið lokaðist inni í karpi stjórnarflokkanna að það var farið í pólitískan farveg, í stað þess að láta vísindaleg gögn og faglegt mat ráða ferðinni. Um leið var búið að kippa grundvellinum undan hinni breiðu sátt. Stjórnarmeirihlutinn heldur samt sínu striki og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur mælt fyrir tillögu um rammaáætlunina óbreyttri. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Að keyra málið þannig í gegn myndi þýða að búið væri að eyðileggja þá gríðarlegu vinnu sem unnin hefur verið í áratugi til að takast megi að ljúka því í sátt. Um leið væri opnað fyrir þann möguleika að næsta ríkisstjórn, eða þarnæsta, liti sömuleiðis á rammaáætlunina sem tæki til að ná fram ýtrustu pólitísku markmiðum og gerði breytingar eftir sínu höfði. Það væri óþolandi staða, jafnt fyrir þá sem vilja draga línur til verndar verðmætum náttúrusvæðum og fyrir hina, sem vilja einhvern fyrirsjáanleika í því hvar má virkja á næstu áratugum. Sjálfstæðismenn á þingi hafa lagt fram frumvarp, þar sem lagt er til að málið verði tekið úr þeim pólitíska farvegi sem það er komið í og verkefnisstjórninni þess í stað fengið það verkefni að gera sjálf tillögu um hvernig eigi að flokka virkjanakostina í verndar-, nýtingar- og biðflokk. Þetta er skynsamleg tillaga, því að hún getur stuðlað að því að beina málinu aftur í sáttafarveg. Þá verða menn auðvitað líka að meina það sem þeir segja; að þeir séu reiðubúnir að una því sem verkefnisstjórnin leggur til. Stjórnarmeirihlutinn ætti að taka undir þessa tillögu, því að hann er búinn að klúðra málinu þannig að það verður aldrei breið sátt um það í núverandi mynd.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun