Keppt á grundvelli gæða Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. október 2012 06:00 Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu. Fé til að fjármagna bæði nám og rannsóknir skortir hins vegar verulega. Háskólarnir taka í raun inn fleiri nemendur en þeir fá fjárveitingu fyrir. Aðeins brot af þeim vísindarannsóknum, sem verðskulda peninga úr opinberum sjóðum, fær styrki. Við þessu er út af fyrir sig ekki mikið að gera við núverandi aðstæður í ríkisfjármálunum; peningarnir eru ekki til. En þeim mun meira máli skiptir að þeir takmörkuðu fjármunir sem eru til eru séu nýttir sem bezt. Vandinn er sá að það er alls ekki gert. Sögulegir og pólitískir hagsmunir einstakra stofnana, atvinnugreina og landshluta ráða of miklu um ráðstöfun þess fjár sem rennur til kennslu og rannsókna, í stað þess að hagkvæmni og gæði séu höfð að leiðarljósi. Peningarnir eiga að fara þangað sem mest fæst fyrir þá. Vísindamenn hafa bent á að alltof lágt hlutfall opinbers rannsóknafjár sé úthlutað í gegnum samkeppnissjóði, þar sem alþjóðlegur hópur vísindamanna leggur mat á gæði umsókna. Það er sjálfsögð krafa að færa peninga frá einstökum stofnunum og verkefnum og til samkeppnissjóðanna, því að þannig nýtast þeir bezt og samkeppnin ýtir undir gæði í rannsóknunum. Sama á við um framlög til kennslu. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, gagnrýndi í viðtali í Fréttablaðinu á föstudag að framlög til skólans hefðu sætt mun meiri niðurskurði en framlag ríkisins til skóla sem það rekur sjálft, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Hann bendir á að árið 2010 hafi HR útskrifað átján prósent af háskólanemum á Íslandi, en aðeins fengið fjórtán prósent af framlögum ríkisins til kennslu. Þá hafi fræðimenn við skólann birt fjórtán prósent af fræðigreinum hér á landi, en fengið níu prósent af framlögum til rannsókna. Eins og Ari rökstyður í viðtalinu á rekstrarformið ekki að skipta máli þegar ríkið úthlutar peningum til háskóla. Háskólarnir eiga að keppa um peningana á grundvelli hagkvæms rekstrar, gæða og þess hvernig þeim gengur að uppfylla þarfir atvinnulífsins fyrir hæft starfsfólk. Ari bendir réttilega á að stór hluti tæknimenntunar, sem sívaxandi eftirspurn er eftir í íslenzkum þekkingariðnaði, fer fram í HR og að menntamálaráðuneytið skuldi skýringar á því hvers vegna gengið sé með þessum hætti gegn þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Rektor HR setur fram góða tillögu um að allir háskólar landsins verði sjálfseignarstofnanir, sem keppi á jafnréttisgrundvelli um fjárframlög ríkisins. Þá er líka líklegt, eins og hann bendir á, að sumir þeirra sæju sér hag í að sameina kraftana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu. Fé til að fjármagna bæði nám og rannsóknir skortir hins vegar verulega. Háskólarnir taka í raun inn fleiri nemendur en þeir fá fjárveitingu fyrir. Aðeins brot af þeim vísindarannsóknum, sem verðskulda peninga úr opinberum sjóðum, fær styrki. Við þessu er út af fyrir sig ekki mikið að gera við núverandi aðstæður í ríkisfjármálunum; peningarnir eru ekki til. En þeim mun meira máli skiptir að þeir takmörkuðu fjármunir sem eru til eru séu nýttir sem bezt. Vandinn er sá að það er alls ekki gert. Sögulegir og pólitískir hagsmunir einstakra stofnana, atvinnugreina og landshluta ráða of miklu um ráðstöfun þess fjár sem rennur til kennslu og rannsókna, í stað þess að hagkvæmni og gæði séu höfð að leiðarljósi. Peningarnir eiga að fara þangað sem mest fæst fyrir þá. Vísindamenn hafa bent á að alltof lágt hlutfall opinbers rannsóknafjár sé úthlutað í gegnum samkeppnissjóði, þar sem alþjóðlegur hópur vísindamanna leggur mat á gæði umsókna. Það er sjálfsögð krafa að færa peninga frá einstökum stofnunum og verkefnum og til samkeppnissjóðanna, því að þannig nýtast þeir bezt og samkeppnin ýtir undir gæði í rannsóknunum. Sama á við um framlög til kennslu. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, gagnrýndi í viðtali í Fréttablaðinu á föstudag að framlög til skólans hefðu sætt mun meiri niðurskurði en framlag ríkisins til skóla sem það rekur sjálft, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Hann bendir á að árið 2010 hafi HR útskrifað átján prósent af háskólanemum á Íslandi, en aðeins fengið fjórtán prósent af framlögum ríkisins til kennslu. Þá hafi fræðimenn við skólann birt fjórtán prósent af fræðigreinum hér á landi, en fengið níu prósent af framlögum til rannsókna. Eins og Ari rökstyður í viðtalinu á rekstrarformið ekki að skipta máli þegar ríkið úthlutar peningum til háskóla. Háskólarnir eiga að keppa um peningana á grundvelli hagkvæms rekstrar, gæða og þess hvernig þeim gengur að uppfylla þarfir atvinnulífsins fyrir hæft starfsfólk. Ari bendir réttilega á að stór hluti tæknimenntunar, sem sívaxandi eftirspurn er eftir í íslenzkum þekkingariðnaði, fer fram í HR og að menntamálaráðuneytið skuldi skýringar á því hvers vegna gengið sé með þessum hætti gegn þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Rektor HR setur fram góða tillögu um að allir háskólar landsins verði sjálfseignarstofnanir, sem keppi á jafnréttisgrundvelli um fjárframlög ríkisins. Þá er líka líklegt, eins og hann bendir á, að sumir þeirra sæju sér hag í að sameina kraftana.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun