Löng bið loksins á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2012 07:00 Stjörnustelpur leika sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld og þeirra bíður mjög erfitt verkefni.fréttablaðið/daníel Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Stjarnan tryggði sér þátttökurétt í keppninni með því að verða Íslandsmeistari í fyrra og hefur því beðið lengi eftir þessum leik. Stjörnukonum tókst þó ekki að verja titilinn nú í sumar og verður því Þór/KA fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Stjarnan slapp við undankeppnina sem fór fram fyrr í sumar og fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar var liðið í neðra styrkleikaflokki af tveimur og dróst gegn Zorky. Um er að ræða ungt félag en það var stofnað árið 2006. Það var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili en náði engu að síður öðru sæti sem dugði til að komast í Meistaradeildina. Sterkir landsliðsmenn í liðinu„Okkur tókst ekki að útvega okkur upptöku af leik með þessu liði en mér hefur þó tekist að afla mér einhverra upplýsinga," sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason um andstæðing kvöldsins. „Við vitum lítið sem ekkert um liðið sjálft en það eru þó margir sterkir einstaklingar í því – landsliðsmenn frá Rússlandi, Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því að þetta sé sterkasta lið sem við höfum mætt hingað til." Þorlákur segir að þó svo að nokkuð sé síðan að tímabilið kláraðist hér heima verði leikmenn klárir í slaginn í kvöld. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel – þó svo að það hafi ekki verið hægt að spila mikið af leikjum þar sem tímabilinu er lokið," sagði hann. „En við tókum okkur líka frí í eina viku sem var kærkomið. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn verði ryðgaðir í kvöld enda betra að vera með ferska leikmenn en þreytta." Þorlákur hefur ekki misst neina leikmenn í nám til Bandaríkjanna eða neitt slíkt. „Hins vegar höfum við misst nokkra leikmenn í sumar vegna meiðsla, sérstaklega varnarmenn. Nú síðast bættist Soffía [Arnþrúður Gunnarsdóttir], vinstri bakvörðurinn okkar, í þann hóp og spilar hún ekki meira á tímabilinu," sagði Þorlákur. „Við erum svo enn með erlendu leikmennina okkar, þar á meðal Ashley Bares sem hefur verið meidd í nánast allt sumar. Hún verður þó til taks í kvöld." Ætlum að vinna þennan leikStjarnan hefur selt 300 miða í forsölu og á Þorlákur von á góðri mætingu á Samsung-völlinn í kvöld. Sendiherra Rússlands verður gestur á leiknum í kvöld en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku og þá í Krasnogorsk sem er rétt utan við höfuðborgina Moskvu. Þorlákur segir að mikil spenna ríki í herbúðum Stjörnunnar. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessum leik og þó svo að við vitum lítið um andstæðinginn ætlum við að fara í leikinn eins og hvern annan – með það að markmiði að vinna." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Stjarnan tryggði sér þátttökurétt í keppninni með því að verða Íslandsmeistari í fyrra og hefur því beðið lengi eftir þessum leik. Stjörnukonum tókst þó ekki að verja titilinn nú í sumar og verður því Þór/KA fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Stjarnan slapp við undankeppnina sem fór fram fyrr í sumar og fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar var liðið í neðra styrkleikaflokki af tveimur og dróst gegn Zorky. Um er að ræða ungt félag en það var stofnað árið 2006. Það var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili en náði engu að síður öðru sæti sem dugði til að komast í Meistaradeildina. Sterkir landsliðsmenn í liðinu„Okkur tókst ekki að útvega okkur upptöku af leik með þessu liði en mér hefur þó tekist að afla mér einhverra upplýsinga," sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason um andstæðing kvöldsins. „Við vitum lítið sem ekkert um liðið sjálft en það eru þó margir sterkir einstaklingar í því – landsliðsmenn frá Rússlandi, Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því að þetta sé sterkasta lið sem við höfum mætt hingað til." Þorlákur segir að þó svo að nokkuð sé síðan að tímabilið kláraðist hér heima verði leikmenn klárir í slaginn í kvöld. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel – þó svo að það hafi ekki verið hægt að spila mikið af leikjum þar sem tímabilinu er lokið," sagði hann. „En við tókum okkur líka frí í eina viku sem var kærkomið. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn verði ryðgaðir í kvöld enda betra að vera með ferska leikmenn en þreytta." Þorlákur hefur ekki misst neina leikmenn í nám til Bandaríkjanna eða neitt slíkt. „Hins vegar höfum við misst nokkra leikmenn í sumar vegna meiðsla, sérstaklega varnarmenn. Nú síðast bættist Soffía [Arnþrúður Gunnarsdóttir], vinstri bakvörðurinn okkar, í þann hóp og spilar hún ekki meira á tímabilinu," sagði Þorlákur. „Við erum svo enn með erlendu leikmennina okkar, þar á meðal Ashley Bares sem hefur verið meidd í nánast allt sumar. Hún verður þó til taks í kvöld." Ætlum að vinna þennan leikStjarnan hefur selt 300 miða í forsölu og á Þorlákur von á góðri mætingu á Samsung-völlinn í kvöld. Sendiherra Rússlands verður gestur á leiknum í kvöld en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku og þá í Krasnogorsk sem er rétt utan við höfuðborgina Moskvu. Þorlákur segir að mikil spenna ríki í herbúðum Stjörnunnar. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessum leik og þó svo að við vitum lítið um andstæðinginn ætlum við að fara í leikinn eins og hvern annan – með það að markmiði að vinna."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn