Löng bið loksins á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2012 07:00 Stjörnustelpur leika sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld og þeirra bíður mjög erfitt verkefni.fréttablaðið/daníel Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Stjarnan tryggði sér þátttökurétt í keppninni með því að verða Íslandsmeistari í fyrra og hefur því beðið lengi eftir þessum leik. Stjörnukonum tókst þó ekki að verja titilinn nú í sumar og verður því Þór/KA fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Stjarnan slapp við undankeppnina sem fór fram fyrr í sumar og fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar var liðið í neðra styrkleikaflokki af tveimur og dróst gegn Zorky. Um er að ræða ungt félag en það var stofnað árið 2006. Það var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili en náði engu að síður öðru sæti sem dugði til að komast í Meistaradeildina. Sterkir landsliðsmenn í liðinu„Okkur tókst ekki að útvega okkur upptöku af leik með þessu liði en mér hefur þó tekist að afla mér einhverra upplýsinga," sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason um andstæðing kvöldsins. „Við vitum lítið sem ekkert um liðið sjálft en það eru þó margir sterkir einstaklingar í því – landsliðsmenn frá Rússlandi, Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því að þetta sé sterkasta lið sem við höfum mætt hingað til." Þorlákur segir að þó svo að nokkuð sé síðan að tímabilið kláraðist hér heima verði leikmenn klárir í slaginn í kvöld. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel – þó svo að það hafi ekki verið hægt að spila mikið af leikjum þar sem tímabilinu er lokið," sagði hann. „En við tókum okkur líka frí í eina viku sem var kærkomið. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn verði ryðgaðir í kvöld enda betra að vera með ferska leikmenn en þreytta." Þorlákur hefur ekki misst neina leikmenn í nám til Bandaríkjanna eða neitt slíkt. „Hins vegar höfum við misst nokkra leikmenn í sumar vegna meiðsla, sérstaklega varnarmenn. Nú síðast bættist Soffía [Arnþrúður Gunnarsdóttir], vinstri bakvörðurinn okkar, í þann hóp og spilar hún ekki meira á tímabilinu," sagði Þorlákur. „Við erum svo enn með erlendu leikmennina okkar, þar á meðal Ashley Bares sem hefur verið meidd í nánast allt sumar. Hún verður þó til taks í kvöld." Ætlum að vinna þennan leikStjarnan hefur selt 300 miða í forsölu og á Þorlákur von á góðri mætingu á Samsung-völlinn í kvöld. Sendiherra Rússlands verður gestur á leiknum í kvöld en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku og þá í Krasnogorsk sem er rétt utan við höfuðborgina Moskvu. Þorlákur segir að mikil spenna ríki í herbúðum Stjörnunnar. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessum leik og þó svo að við vitum lítið um andstæðinginn ætlum við að fara í leikinn eins og hvern annan – með það að markmiði að vinna." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Stjarnan tryggði sér þátttökurétt í keppninni með því að verða Íslandsmeistari í fyrra og hefur því beðið lengi eftir þessum leik. Stjörnukonum tókst þó ekki að verja titilinn nú í sumar og verður því Þór/KA fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Stjarnan slapp við undankeppnina sem fór fram fyrr í sumar og fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar var liðið í neðra styrkleikaflokki af tveimur og dróst gegn Zorky. Um er að ræða ungt félag en það var stofnað árið 2006. Það var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili en náði engu að síður öðru sæti sem dugði til að komast í Meistaradeildina. Sterkir landsliðsmenn í liðinu„Okkur tókst ekki að útvega okkur upptöku af leik með þessu liði en mér hefur þó tekist að afla mér einhverra upplýsinga," sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason um andstæðing kvöldsins. „Við vitum lítið sem ekkert um liðið sjálft en það eru þó margir sterkir einstaklingar í því – landsliðsmenn frá Rússlandi, Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því að þetta sé sterkasta lið sem við höfum mætt hingað til." Þorlákur segir að þó svo að nokkuð sé síðan að tímabilið kláraðist hér heima verði leikmenn klárir í slaginn í kvöld. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel – þó svo að það hafi ekki verið hægt að spila mikið af leikjum þar sem tímabilinu er lokið," sagði hann. „En við tókum okkur líka frí í eina viku sem var kærkomið. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn verði ryðgaðir í kvöld enda betra að vera með ferska leikmenn en þreytta." Þorlákur hefur ekki misst neina leikmenn í nám til Bandaríkjanna eða neitt slíkt. „Hins vegar höfum við misst nokkra leikmenn í sumar vegna meiðsla, sérstaklega varnarmenn. Nú síðast bættist Soffía [Arnþrúður Gunnarsdóttir], vinstri bakvörðurinn okkar, í þann hóp og spilar hún ekki meira á tímabilinu," sagði Þorlákur. „Við erum svo enn með erlendu leikmennina okkar, þar á meðal Ashley Bares sem hefur verið meidd í nánast allt sumar. Hún verður þó til taks í kvöld." Ætlum að vinna þennan leikStjarnan hefur selt 300 miða í forsölu og á Þorlákur von á góðri mætingu á Samsung-völlinn í kvöld. Sendiherra Rússlands verður gestur á leiknum í kvöld en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku og þá í Krasnogorsk sem er rétt utan við höfuðborgina Moskvu. Þorlákur segir að mikil spenna ríki í herbúðum Stjörnunnar. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessum leik og þó svo að við vitum lítið um andstæðinginn ætlum við að fara í leikinn eins og hvern annan – með það að markmiði að vinna."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira