Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2012 08:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni, og Valskonan Rakel Logadóttir með bikarinn góða. Mynd/Valli Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörnunnar sem hefur aldrei unnið bikarinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli," segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varðar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð." Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterkan leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtilegum leik," segir hún. Lykilleikmenn farnirValskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafntefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það," segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleikmenn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen er aftur farin til síns liðs í Svíþjóð og þær Dagný Brynjarsdóttir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púsluspil hjá okkur en nú fá ungir leikmenn dýrmæta reynslu – sérstaklega af þessum leik," segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunniAðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarnan getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði með leikmannahóp liðsins að undanförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn, auk þess sem Eyrún Guðmundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verðum með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum." Valur spilar besta fótboltannÞorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spennandi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær." Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörnunnar sem hefur aldrei unnið bikarinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli," segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varðar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð." Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterkan leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtilegum leik," segir hún. Lykilleikmenn farnirValskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafntefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það," segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleikmenn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen er aftur farin til síns liðs í Svíþjóð og þær Dagný Brynjarsdóttir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púsluspil hjá okkur en nú fá ungir leikmenn dýrmæta reynslu – sérstaklega af þessum leik," segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunniAðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarnan getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði með leikmannahóp liðsins að undanförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn, auk þess sem Eyrún Guðmundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verðum með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum." Valur spilar besta fótboltannÞorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spennandi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær." Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálftíma fyrr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira