Tyresö felur peningana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2012 06:30 Þóra og félagar hafa tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Fréttablaðið/Ernir Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur," segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrirtækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig," segir Þóra sem segir forráðamenn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leiðrétt. Þeir hafa aldrei leynt stöðunni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála," segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðirEngar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppinautarins Tyresö sem hin brasilíska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leikmönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félagsins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnaður hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þessari umfjöllun," segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samningi sínum við sænsku meistarana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mánaðarins og svo fer ég að skoða mín mál," segir landsliðsmarkvörðurinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur," segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrirtækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig," segir Þóra sem segir forráðamenn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leiðrétt. Þeir hafa aldrei leynt stöðunni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála," segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðirEngar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppinautarins Tyresö sem hin brasilíska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leikmönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félagsins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnaður hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þessari umfjöllun," segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samningi sínum við sænsku meistarana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mánaðarins og svo fer ég að skoða mín mál," segir landsliðsmarkvörðurinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira