Um 57% styðja Ólaf Ragnar 29. júní 2012 07:00 Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira