Landlæknir skal eyða gögnum eftir eftirlit 23. júní 2012 06:30 Persónuvernd úrskurðaði á dögunum að lýtalæknum bæri ekki skylda til að afhenda landlækni upplýsingar um konur sem hafa farið í brjóstastækkun hér á landi. Nordicphotos/Afp Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu. Helstu lagabreytingarnar eru þær að landlæknir má ekki varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli eftirlitshlutverks, lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó ekki við um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu. Varðveisla upplýsinganna standi því aldrei lengur en eftirlitsverkefnið og er sá tími almennt talinn í mánuðum frekar en árum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), segir valdmörkin í frumvarpinu óskýr. „Það er lagt í hendurnar á landlækni að skilgreina hvaða skrár þetta eru og það virðist vera algjörlega opin heimild,“ segir hann. „Einnig ætti að tilgreina einhver efri tímamörk til að halda skrána en ekki leggja það í hendurnar á þeim sem kemur henni upp.“ Þorbjörn furðar sig á því að ekki hafi verið óskað eftir umsögn LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykilatriðið er að það hefði átt að leita eftir áliti mismunandi aðila. Það er svo mikilvægt að fleiri sjónarmið komi fram.“ Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir brýnt að lagaramminn sé þannig að embættið geti sinnt hlutverki sínu án vandkvæða. Hann segir upplýsingaöflun frá lýtalæknum í kring um PIP-málið svokallaða hafa gengið hægt. „Við fórum fram á upplýsingar frá lýtalæknum og fengum bara frá hluta þeirra. Öflun gagnanna hefur því ekki gengið sem skyldi,“ segir hann. „Það er eitt af þeim stóru verkefnum sem við þurfum að skerpa á. Ná sátt og skilningi um mikilvægi þess að þessar tölur séu aðgengilegar.“ Velferðarnefnd lagði frumvarpið fram í kjölfar umræðu sem skapaðist þegar LÍ var í vafa um hvort lýtalæknum bæri skylda til að afhenda landlækni nöfn og kennitölur kvenna sem höfðu farið í brjóstastækkun hér á landi. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu. Helstu lagabreytingarnar eru þær að landlæknir má ekki varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli eftirlitshlutverks, lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó ekki við um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu. Varðveisla upplýsinganna standi því aldrei lengur en eftirlitsverkefnið og er sá tími almennt talinn í mánuðum frekar en árum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), segir valdmörkin í frumvarpinu óskýr. „Það er lagt í hendurnar á landlækni að skilgreina hvaða skrár þetta eru og það virðist vera algjörlega opin heimild,“ segir hann. „Einnig ætti að tilgreina einhver efri tímamörk til að halda skrána en ekki leggja það í hendurnar á þeim sem kemur henni upp.“ Þorbjörn furðar sig á því að ekki hafi verið óskað eftir umsögn LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykilatriðið er að það hefði átt að leita eftir áliti mismunandi aðila. Það er svo mikilvægt að fleiri sjónarmið komi fram.“ Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir brýnt að lagaramminn sé þannig að embættið geti sinnt hlutverki sínu án vandkvæða. Hann segir upplýsingaöflun frá lýtalæknum í kring um PIP-málið svokallaða hafa gengið hægt. „Við fórum fram á upplýsingar frá lýtalæknum og fengum bara frá hluta þeirra. Öflun gagnanna hefur því ekki gengið sem skyldi,“ segir hann. „Það er eitt af þeim stóru verkefnum sem við þurfum að skerpa á. Ná sátt og skilningi um mikilvægi þess að þessar tölur séu aðgengilegar.“ Velferðarnefnd lagði frumvarpið fram í kjölfar umræðu sem skapaðist þegar LÍ var í vafa um hvort lýtalæknum bæri skylda til að afhenda landlækni nöfn og kennitölur kvenna sem höfðu farið í brjóstastækkun hér á landi. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira