Tekur loks við Nóbelsverðlaununum 14. júní 2012 10:30 í Taílandi Aung San Suu Kyi fór í sína fyrstu utanlandsferð í áratugi í maí. Nú heldur hún til Evrópu. nordicpho7os/afp Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. Ferð hennar mun vekja mikla athygli og mögulega jafnframt beina athygli manna að ástandinu í heimalandi hennar. Hún var sem kunnugt er í stofufangelsi í Búrma um árabil en losnaði úr því árið 2010. Hún var svo kjörin á þing fyrr á árinu. Hún mun ávarpa þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf í dag, en stofnunin hefur vakið athygli á þrælkun og barnaþrælkun í Búrma. Hún flýgur svo til Óslóar þar sem hún mun á morgun taka við Friðarverðlaunum Nóbels 21 ári eftir að hún hlaut þau upphaflega fyrir baráttu sína. Frakkland og Írland verða einnig á dagskránni en í næstu viku heldur Suu Kyi svo til Bretlands og mun sú heimsókn væntanlega vekja mikla athygli. Suu Kyi lærði í Bretlandi og bjó þar í mörg ár. Hún fór frá eiginmanni og sonum í Bretlandi til Búrma árið 1988 til þess að annast veika móður sína. Hún komst aldrei aftur til Bretlands, en eiginmaður hennar, Michael Aris, lést árið 1999. Í Bretlandi mun Suu Kyi taka við heiðursdoktorsnafnbót við Oxfordháskóla og ávarpa báðar deildir breska þingsins. Hún snýr svo aftur til Búrma í lok júní en þingið kemur saman þann 4. júlí. Fréttir Tengdar fréttir Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi. 14. júní 2012 06:00 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. Ferð hennar mun vekja mikla athygli og mögulega jafnframt beina athygli manna að ástandinu í heimalandi hennar. Hún var sem kunnugt er í stofufangelsi í Búrma um árabil en losnaði úr því árið 2010. Hún var svo kjörin á þing fyrr á árinu. Hún mun ávarpa þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf í dag, en stofnunin hefur vakið athygli á þrælkun og barnaþrælkun í Búrma. Hún flýgur svo til Óslóar þar sem hún mun á morgun taka við Friðarverðlaunum Nóbels 21 ári eftir að hún hlaut þau upphaflega fyrir baráttu sína. Frakkland og Írland verða einnig á dagskránni en í næstu viku heldur Suu Kyi svo til Bretlands og mun sú heimsókn væntanlega vekja mikla athygli. Suu Kyi lærði í Bretlandi og bjó þar í mörg ár. Hún fór frá eiginmanni og sonum í Bretlandi til Búrma árið 1988 til þess að annast veika móður sína. Hún komst aldrei aftur til Bretlands, en eiginmaður hennar, Michael Aris, lést árið 1999. Í Bretlandi mun Suu Kyi taka við heiðursdoktorsnafnbót við Oxfordháskóla og ávarpa báðar deildir breska þingsins. Hún snýr svo aftur til Búrma í lok júní en þingið kemur saman þann 4. júlí.
Fréttir Tengdar fréttir Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi. 14. júní 2012 06:00 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi. 14. júní 2012 06:00