Hvað þarf til að stöðva Assad? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. júní 2012 06:00 Ástandið í Sýrlandi fer stöðugt versnandi. Flestum blöskrar framferði stjórnarhersins og bandamanna hans, ekki sízt skipulögð fjöldamorð á almennum borgurum. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á kerfisbundið ofbeldi gegn börnum í landinu, fyrst og fremst af hálfu stjórnvalda. Börn hafa verið pyntuð, beitt kynferðisofbeldi, drepin og bundin við skriðdreka stjórnarhersins til að fæla uppreisnarmenn frá því að skjóta á þá. Hinir síðastnefndu eru ekki saklausir af voðaverkum, en framferði sýrlenzkra stjórnvalda ber vott um algjöra örvæntingu; Assad forseti og stjórn hans er greinilega að missa tökin. Hætta er á að ástandið í Sýrlandi þróist út í blóðuga borgarastyrjöld, sem jafnvel getur breiðzt út til fleiri ríkja, til dæmis Líbanons. Borgarastyrjöld var raunar orðið sem Kofi Annan, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins, notaði um ástandið í landinu í gær. Þingmenn á Alþingi Íslendinga fordæmdu fjöldamorðin í Sýrlandi við upphaf þingfundar í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði fréttir frá landinu réttilega „ömurlegar, ógeðfelldar og ógeðslegar". Bæði hún og Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, hvöttu utanríkisráðherra til að beita sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins fyrir því að unnt yrði að stöðva drápin í Sýrlandi. Róbert Marshall hefur hins vegar rétt fyrir sér í því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er sem stendur ónýtt verkfæri í þessu máli. Þar hafa Rússland og Kína beitt neitunarvaldi gegn hvers konar aðgerðum sem líklegar eru til að duga til að stöðva Assad og koma honum og stjórn hans frá völdum. Án umboðs frá Öryggisráðinu er afar ósennilegt að NATO grípi til aðgerða í Sýrlandi. Raunar er ástæða til að reyna allar leiðir aðrar áður en gripið verður til þess að beita hervaldi til varnar óbreyttum borgurum í Sýrlandi. Þessi heimshluti er þvílík púðurtunna að hernaðaríhlutun gæti haft öfugar afleiðingar. Stjórn Assads skákar enn í skjóli Rússlands og Kína. Þessi ríki vilja ekki samþykkja neins konar íhlutun í „innanríkismálefni", jafnvel ekki vegna fjöldamorða og mannréttindabrota, enda sjálf ekki með hreinan skjöld. Staðreyndin er sú að Assad og sveitir hans munu halda áfram uppteknum hætti nema voldugustu ríki heims tali einni röddu og útskýri fyrir stjórninni í Sýrlandi að hún sé einangruð og eigi sér enga stuðningsmenn lengur. Þeir sem vilja stöðva morðin í Sýrlandi ættu að hvetja þessi tvö voldugu ríki, sem bæði eiga sendiráð í Reykjavík og eru í góðu kallfæri, til að beita sér af alvöru fyrir því að stöðva blóðbaðið og taka hagsmuni almennra borgara í Sýrlandi fram yfir eigin valdapólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun
Ástandið í Sýrlandi fer stöðugt versnandi. Flestum blöskrar framferði stjórnarhersins og bandamanna hans, ekki sízt skipulögð fjöldamorð á almennum borgurum. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á kerfisbundið ofbeldi gegn börnum í landinu, fyrst og fremst af hálfu stjórnvalda. Börn hafa verið pyntuð, beitt kynferðisofbeldi, drepin og bundin við skriðdreka stjórnarhersins til að fæla uppreisnarmenn frá því að skjóta á þá. Hinir síðastnefndu eru ekki saklausir af voðaverkum, en framferði sýrlenzkra stjórnvalda ber vott um algjöra örvæntingu; Assad forseti og stjórn hans er greinilega að missa tökin. Hætta er á að ástandið í Sýrlandi þróist út í blóðuga borgarastyrjöld, sem jafnvel getur breiðzt út til fleiri ríkja, til dæmis Líbanons. Borgarastyrjöld var raunar orðið sem Kofi Annan, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins, notaði um ástandið í landinu í gær. Þingmenn á Alþingi Íslendinga fordæmdu fjöldamorðin í Sýrlandi við upphaf þingfundar í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði fréttir frá landinu réttilega „ömurlegar, ógeðfelldar og ógeðslegar". Bæði hún og Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, hvöttu utanríkisráðherra til að beita sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins fyrir því að unnt yrði að stöðva drápin í Sýrlandi. Róbert Marshall hefur hins vegar rétt fyrir sér í því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er sem stendur ónýtt verkfæri í þessu máli. Þar hafa Rússland og Kína beitt neitunarvaldi gegn hvers konar aðgerðum sem líklegar eru til að duga til að stöðva Assad og koma honum og stjórn hans frá völdum. Án umboðs frá Öryggisráðinu er afar ósennilegt að NATO grípi til aðgerða í Sýrlandi. Raunar er ástæða til að reyna allar leiðir aðrar áður en gripið verður til þess að beita hervaldi til varnar óbreyttum borgurum í Sýrlandi. Þessi heimshluti er þvílík púðurtunna að hernaðaríhlutun gæti haft öfugar afleiðingar. Stjórn Assads skákar enn í skjóli Rússlands og Kína. Þessi ríki vilja ekki samþykkja neins konar íhlutun í „innanríkismálefni", jafnvel ekki vegna fjöldamorða og mannréttindabrota, enda sjálf ekki með hreinan skjöld. Staðreyndin er sú að Assad og sveitir hans munu halda áfram uppteknum hætti nema voldugustu ríki heims tali einni röddu og útskýri fyrir stjórninni í Sýrlandi að hún sé einangruð og eigi sér enga stuðningsmenn lengur. Þeir sem vilja stöðva morðin í Sýrlandi ættu að hvetja þessi tvö voldugu ríki, sem bæði eiga sendiráð í Reykjavík og eru í góðu kallfæri, til að beita sér af alvöru fyrir því að stöðva blóðbaðið og taka hagsmuni almennra borgara í Sýrlandi fram yfir eigin valdapólitík.