Sviplaust og leiðinlegt Jónas Sen skrifar 5. júní 2012 20:00 Berlioz. Tónlist. Rómeó og Júlía eftir Berlioz. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Flutt í Eldborgarsal Hörpu 25. maí á Listahátíð í Reykjavík. Rómeó og Júlía eftir Berlioz er sinfónía, ekki ballett eins og samnefnt verk eftir Prokofiev. Þrír einsöngvarar koma fram með hljómsveitinni, líka kór. Tónlistin er falleg, í henni eru mörg hrífandi augnablik. Laglínurnar eru magnaðar, hljómarnir töfrandi. Framvindan er oft óvænt; áheyrandanum er komið á óvart hvað eftir annað. Tónlistin er vandasöm í flutningi. Hún er býsna löng, tekur rúman einn og hálfan tíma. Mikilvægt er að þráðurinn slitni ekki, að margbreytileiki tónmálsins fái að njóta sín í alls konar blæbrigðum. Þau þurfa að vera almennilega mótuð. Svo verður að vera spenna í túlkuninni. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Listahátíð var boðið upp á þetta stórvirki. Því hefði betur verið sleppt. Fyrir það fyrsta réð hljómsveitarstjórinn, Ilan Volkov, ekkert við það. Jú, auðvitað er hann flinkur stjórnandi með nákvæmar bendingar. En það er ekki nóg. Í tónlist Berlioz er allt litróf mannlegra tilfinninga og túlkunin þarf að endurspegla það. Það gerði hún ekki hér. Volkov var eins og leikari í spagettívestra. Hann sýndi bara tvö svipbrigði. Annað hvort var allt á fullu í tónlistinni, eða það ríkti alger ládeyða. Með sinfóníunni sungu þrír kórar í mismunandi samsetningum. Þetta voru Söngsveitin Fílharmónía, Hljómeyki og Kór Áskirkju (undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar). Segjast verður eins og er að það kom ekki vel út. Lágstemmdur söngurinn í einum kaflanum, Líkfylgd Júlíu, var undarlega drafandi og loðinn. Svipaða sögu er að segja um flest önnur kóratriði í verkinu. Eins og áður sagði koma þrír einsöngvarar við sögu. Hlutverk tveggja þeirra eru ekki mjög veigamikil. Hér voru þau í höndum Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og Sveins Dúa Hjörleifssonar. Guðrún Jóhanna söng vissulega fallega, en rödd hennar er ekki nægilega dramatísk fyrir þetta hlutverk. Minna var varið í Svein Dúa. Hann hefur prýðilega rödd, en textaframburður og túlkun var óttalega stirðbusaleg. Það var eins og að heyra góðan nemanda syngja. Varla við hæfi á Sinfóníutónleikum, hvað þá á Listahátíð. Bestur var Nicolas Cavallier, sem var með réttu röddina fyrir þessa tónlist og söng af viðeigandi tilfinningu. Því miður fékk maður bara að njóta hans seint í verkinu. Niðurstaða: Litlaus túlkun hljómsveitarstjóra, drafandi kórsöngur og mistækir einsöngvarar. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Rómeó og Júlía eftir Berlioz. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Flutt í Eldborgarsal Hörpu 25. maí á Listahátíð í Reykjavík. Rómeó og Júlía eftir Berlioz er sinfónía, ekki ballett eins og samnefnt verk eftir Prokofiev. Þrír einsöngvarar koma fram með hljómsveitinni, líka kór. Tónlistin er falleg, í henni eru mörg hrífandi augnablik. Laglínurnar eru magnaðar, hljómarnir töfrandi. Framvindan er oft óvænt; áheyrandanum er komið á óvart hvað eftir annað. Tónlistin er vandasöm í flutningi. Hún er býsna löng, tekur rúman einn og hálfan tíma. Mikilvægt er að þráðurinn slitni ekki, að margbreytileiki tónmálsins fái að njóta sín í alls konar blæbrigðum. Þau þurfa að vera almennilega mótuð. Svo verður að vera spenna í túlkuninni. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Listahátíð var boðið upp á þetta stórvirki. Því hefði betur verið sleppt. Fyrir það fyrsta réð hljómsveitarstjórinn, Ilan Volkov, ekkert við það. Jú, auðvitað er hann flinkur stjórnandi með nákvæmar bendingar. En það er ekki nóg. Í tónlist Berlioz er allt litróf mannlegra tilfinninga og túlkunin þarf að endurspegla það. Það gerði hún ekki hér. Volkov var eins og leikari í spagettívestra. Hann sýndi bara tvö svipbrigði. Annað hvort var allt á fullu í tónlistinni, eða það ríkti alger ládeyða. Með sinfóníunni sungu þrír kórar í mismunandi samsetningum. Þetta voru Söngsveitin Fílharmónía, Hljómeyki og Kór Áskirkju (undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar). Segjast verður eins og er að það kom ekki vel út. Lágstemmdur söngurinn í einum kaflanum, Líkfylgd Júlíu, var undarlega drafandi og loðinn. Svipaða sögu er að segja um flest önnur kóratriði í verkinu. Eins og áður sagði koma þrír einsöngvarar við sögu. Hlutverk tveggja þeirra eru ekki mjög veigamikil. Hér voru þau í höndum Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og Sveins Dúa Hjörleifssonar. Guðrún Jóhanna söng vissulega fallega, en rödd hennar er ekki nægilega dramatísk fyrir þetta hlutverk. Minna var varið í Svein Dúa. Hann hefur prýðilega rödd, en textaframburður og túlkun var óttalega stirðbusaleg. Það var eins og að heyra góðan nemanda syngja. Varla við hæfi á Sinfóníutónleikum, hvað þá á Listahátíð. Bestur var Nicolas Cavallier, sem var með réttu röddina fyrir þessa tónlist og söng af viðeigandi tilfinningu. Því miður fékk maður bara að njóta hans seint í verkinu. Niðurstaða: Litlaus túlkun hljómsveitarstjóra, drafandi kórsöngur og mistækir einsöngvarar.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira